Ánægjuleg samstaða – ömurleg umræða Arna Guðmundsdóttir skrifar 14. nóvember 2017 07:00 Þjóðin stendur saman sem einn maður um heilbrigðiskerfið í landinu. Það er ánægjulegt. Við viljum öll að þjónustan sé fyrsta flokks og að ríkið greiði fyrir hana úr sameiginlegum sjóðum okkar. Við viljum að allir séu jafnir í þessu sameiginlega öryggisneti og við viljum forðast það að einn geti keypt sér forgang fram yfir annan vegna efnahags. Um þetta erum við öll sammála. Við búum í fámennu og strjálbýlu landi. Það þarf útsjónarsemi til þess að veita framúrskarandi heilbrigðisþjónustu þegar þjóðin telur aðeins 340 þúsund manns og erlendir ferðamenn eru farnir að teljast í milljónum á hverju ári. Lausnin felst í fjölbreytni og sveigjanleika, tækniframförum og teymisvinnu þar sem sérfræðiþekking og fjarlækningar eru gjörnýttar, álagi dreift og samvinna sett í fyrirrúm. Að mörgu leyti erum við að standa okkur afskaplega vel. Við vitum líka öll að það er hægt að gera enn betur og þá ekki síst í umönnun aldraðra. Til þess þarf aukið fjármagn en það þarf líka nýjar umferðaræðar í heilbrigðiskerfinu. Stofnbrautirnar geta ekki allar legið til spítalans vegna þess að hann er í fyrsta lagi yfirfullur og öðru lagi undirmannaður. Hvers vegna leggst þá svona margt málsmetandi fólk í vörn og jafnvel níð þegar ódýr og hagkvæm sérfræðilæknisþjónusta, greidd úr sameiginlegum almannatryggingum þjóðarinnar, kemur til bjargar með álíka hætti og er að gerast í löndunum allt í kringum okkur? Hvers vegna eru svona margir reiðubúnir til þess að tala árangur okkar niður og jafnvel með rangtúlkunum og vísvitandi blekkingum?Ábyrgðarlaust og ósanngjarnt Svarið er væntanlega ekki einfalt. Í aðalatriðum má samt gera ráð fyrir því að í baráttunni fyrir auknum fjárveitingum sé best fyrir heilbrigðisgeirann að draga upp sem dekksta mynd af núverandi ástandi. Hjá viðkomandi stjórnmálamönnum er tilgangurinn e.t.v. sá að ganga í augu kjósenda og lokka þá á sitt band. Hvort tveggja er í senn ábyrgðarlaust og ósanngjarnt. Fjórða valdið, fjölmiðlarnir, verða að vera gagnrýnir og spyrja nánar. Á nýlegri málstofu Þjóðarspegils Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands var fjallað um niðurstöður í könnun á meðal landsmanna um viðhorf þeirra til heilbrigðisþjónustunnar. Samkvæmt endursögn Sigrúnar Ólafsdóttur, prófessors við Háskóla Íslands, vilja 99% þjóðarinnar að þjónustan sé á ábyrgð ríkisins og það er gott. Hjá henni kom einnig fram að 94% þjóðarinnar vilja að ríkið veiti þessa þjónustu. Hvað skyldi það nákvæmlega þýða? Að RÍKIÐ VEITI þjónustuna? Getur verið að það sé náskylt því að RÍKIÐ BORGI þjónustuna? Hvernig var spurt? Til þess að upplýsa lesendur var spurningin nákvæmlega svona: „Fólk hefur mismunandi skoðanir á því hver á að veita þjónustu á Íslandi. Hver finnst þér að eigi helst að veita heilbrigðisþjónustu fyrir þá sem veikir eru? 1. Stjórnvöld. 2. Einkafyrirtæki/samtök rekin í hagnaðarskyni. 3. Samtök sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni/góðgerðarsamtök/samvinnufélög. 4. Trúfélög. 5. Fjölskylda, ættingjar eða vinir.“ Í lokin voru aðrir valkostir, s.s. veit ekki o.s.frv. Finnst fleirum en mér þessi spurning bæði óskýr og leiðandi? Auðvitað viljum við langflest að ríkið greiði fyrir heilbrigðisþjónustu allra landsmanna. Mér er hins vegar til efs að 94% þjóðarinnar séu mótfallin einkarekinni heilbrigðisstarfsemi á borð við tannlækningar, sjúkraþjálfun, fæðingarþjónustu eða heimaþjónustu ljósmæðra, heilsugæslu sem rekin er af heimilislæknum og sérfræðilæknastöðvum eins og Domus Medica, Orkuhúsinu o.fl. Á þessum stöðum mælist mikil ánægja viðskiptavina með þjónustuna sem ríkið greiðir fyrir í gegnum Sjúkratryggingar Íslands. Viðskiptavinurinn finnur væntanlega lítinn mun á því hvort ríkið eða einkaaðilar veiti þjónustuna. Aðalatriðið er að ríkið borgar í báðum tilfellum. Á undanförnum misserum hefur Landlæknir margsinnis talað heilbrigðiskerfi okkar niður og jafnvel dregið í efa niðurstöður viðurkenndra alþjóðlegra samanburðarmælinga á gæðum heilbrigðisþjónustu í mismunandi löndum. Hann hefur ásakað sjálfstætt starfandi sérfræðilækna um að vinna ekki störf sín innan veggja Landspítalans af heilum hug. Hann hefur ítrekað gefið í skyn að kostnaður vegna einkarekinnar heilbrigðisþjónustu sé meiri en kostnaður af opinberri þjónustu. Umræðan um einkarekstur í heilbrigðisþjónustunni er á villigötum. Um er að kenna markvissum málflutningi ýmissa aðila sem vilja umfang opinbers reksturs sem mestan. Rangfærslur eru endurteknar í trausti þess að dropinn holi steininn. Einkarekstri á heilbrigðissviði og einkavæðingu heilbrigðisþjónustunnar er vísvitandi ruglað saman og gert að einu og sama hugtakinu enda þótt gjörólík séu. Þessi grein er enn eitt ákallið um breytingar í umræðuhefð á Íslandi. Heilbrigðisþjónustan er landsmönnum öllum einlægt hjartans mál. Þeir eiga það skilið að þeir sem leiða umræðuna á því sviði, hvort sem er úr röðum heilbrigðisgeirans sjálfs, stjórnmálanna eða fjölmiðlanna fjalli um málaflokkinn af fagmennsku og heiðarleika. Ég er viss um að í þeirri umræðu verður einn stór samnefnari: Við viljum hafa einn greiðanda, ríkið, að allri heilbrigðisþjónustu og við viljum að allir hafi sama aðgengi að framúrskarandi gæðum á eins hagstæðu verði og frekast er unnt. Höfundur er formaður Læknafélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Þjóðin stendur saman sem einn maður um heilbrigðiskerfið í landinu. Það er ánægjulegt. Við viljum öll að þjónustan sé fyrsta flokks og að ríkið greiði fyrir hana úr sameiginlegum sjóðum okkar. Við viljum að allir séu jafnir í þessu sameiginlega öryggisneti og við viljum forðast það að einn geti keypt sér forgang fram yfir annan vegna efnahags. Um þetta erum við öll sammála. Við búum í fámennu og strjálbýlu landi. Það þarf útsjónarsemi til þess að veita framúrskarandi heilbrigðisþjónustu þegar þjóðin telur aðeins 340 þúsund manns og erlendir ferðamenn eru farnir að teljast í milljónum á hverju ári. Lausnin felst í fjölbreytni og sveigjanleika, tækniframförum og teymisvinnu þar sem sérfræðiþekking og fjarlækningar eru gjörnýttar, álagi dreift og samvinna sett í fyrirrúm. Að mörgu leyti erum við að standa okkur afskaplega vel. Við vitum líka öll að það er hægt að gera enn betur og þá ekki síst í umönnun aldraðra. Til þess þarf aukið fjármagn en það þarf líka nýjar umferðaræðar í heilbrigðiskerfinu. Stofnbrautirnar geta ekki allar legið til spítalans vegna þess að hann er í fyrsta lagi yfirfullur og öðru lagi undirmannaður. Hvers vegna leggst þá svona margt málsmetandi fólk í vörn og jafnvel níð þegar ódýr og hagkvæm sérfræðilæknisþjónusta, greidd úr sameiginlegum almannatryggingum þjóðarinnar, kemur til bjargar með álíka hætti og er að gerast í löndunum allt í kringum okkur? Hvers vegna eru svona margir reiðubúnir til þess að tala árangur okkar niður og jafnvel með rangtúlkunum og vísvitandi blekkingum?Ábyrgðarlaust og ósanngjarnt Svarið er væntanlega ekki einfalt. Í aðalatriðum má samt gera ráð fyrir því að í baráttunni fyrir auknum fjárveitingum sé best fyrir heilbrigðisgeirann að draga upp sem dekksta mynd af núverandi ástandi. Hjá viðkomandi stjórnmálamönnum er tilgangurinn e.t.v. sá að ganga í augu kjósenda og lokka þá á sitt band. Hvort tveggja er í senn ábyrgðarlaust og ósanngjarnt. Fjórða valdið, fjölmiðlarnir, verða að vera gagnrýnir og spyrja nánar. Á nýlegri málstofu Þjóðarspegils Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands var fjallað um niðurstöður í könnun á meðal landsmanna um viðhorf þeirra til heilbrigðisþjónustunnar. Samkvæmt endursögn Sigrúnar Ólafsdóttur, prófessors við Háskóla Íslands, vilja 99% þjóðarinnar að þjónustan sé á ábyrgð ríkisins og það er gott. Hjá henni kom einnig fram að 94% þjóðarinnar vilja að ríkið veiti þessa þjónustu. Hvað skyldi það nákvæmlega þýða? Að RÍKIÐ VEITI þjónustuna? Getur verið að það sé náskylt því að RÍKIÐ BORGI þjónustuna? Hvernig var spurt? Til þess að upplýsa lesendur var spurningin nákvæmlega svona: „Fólk hefur mismunandi skoðanir á því hver á að veita þjónustu á Íslandi. Hver finnst þér að eigi helst að veita heilbrigðisþjónustu fyrir þá sem veikir eru? 1. Stjórnvöld. 2. Einkafyrirtæki/samtök rekin í hagnaðarskyni. 3. Samtök sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni/góðgerðarsamtök/samvinnufélög. 4. Trúfélög. 5. Fjölskylda, ættingjar eða vinir.“ Í lokin voru aðrir valkostir, s.s. veit ekki o.s.frv. Finnst fleirum en mér þessi spurning bæði óskýr og leiðandi? Auðvitað viljum við langflest að ríkið greiði fyrir heilbrigðisþjónustu allra landsmanna. Mér er hins vegar til efs að 94% þjóðarinnar séu mótfallin einkarekinni heilbrigðisstarfsemi á borð við tannlækningar, sjúkraþjálfun, fæðingarþjónustu eða heimaþjónustu ljósmæðra, heilsugæslu sem rekin er af heimilislæknum og sérfræðilæknastöðvum eins og Domus Medica, Orkuhúsinu o.fl. Á þessum stöðum mælist mikil ánægja viðskiptavina með þjónustuna sem ríkið greiðir fyrir í gegnum Sjúkratryggingar Íslands. Viðskiptavinurinn finnur væntanlega lítinn mun á því hvort ríkið eða einkaaðilar veiti þjónustuna. Aðalatriðið er að ríkið borgar í báðum tilfellum. Á undanförnum misserum hefur Landlæknir margsinnis talað heilbrigðiskerfi okkar niður og jafnvel dregið í efa niðurstöður viðurkenndra alþjóðlegra samanburðarmælinga á gæðum heilbrigðisþjónustu í mismunandi löndum. Hann hefur ásakað sjálfstætt starfandi sérfræðilækna um að vinna ekki störf sín innan veggja Landspítalans af heilum hug. Hann hefur ítrekað gefið í skyn að kostnaður vegna einkarekinnar heilbrigðisþjónustu sé meiri en kostnaður af opinberri þjónustu. Umræðan um einkarekstur í heilbrigðisþjónustunni er á villigötum. Um er að kenna markvissum málflutningi ýmissa aðila sem vilja umfang opinbers reksturs sem mestan. Rangfærslur eru endurteknar í trausti þess að dropinn holi steininn. Einkarekstri á heilbrigðissviði og einkavæðingu heilbrigðisþjónustunnar er vísvitandi ruglað saman og gert að einu og sama hugtakinu enda þótt gjörólík séu. Þessi grein er enn eitt ákallið um breytingar í umræðuhefð á Íslandi. Heilbrigðisþjónustan er landsmönnum öllum einlægt hjartans mál. Þeir eiga það skilið að þeir sem leiða umræðuna á því sviði, hvort sem er úr röðum heilbrigðisgeirans sjálfs, stjórnmálanna eða fjölmiðlanna fjalli um málaflokkinn af fagmennsku og heiðarleika. Ég er viss um að í þeirri umræðu verður einn stór samnefnari: Við viljum hafa einn greiðanda, ríkið, að allri heilbrigðisþjónustu og við viljum að allir hafi sama aðgengi að framúrskarandi gæðum á eins hagstæðu verði og frekast er unnt. Höfundur er formaður Læknafélags Reykjavíkur.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun