Enski boltinn

Vilja ekki missa Silva til Everton

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Marco Silva og David Unsworth á hliðarlínunni í leik Everton og Watford á dögunum.
Marco Silva og David Unsworth á hliðarlínunni í leik Everton og Watford á dögunum. vísir/getty
Watford hafnaði beiðni Everton að fá að ræða við portúgalska knattspyrnustjórann Marco Silva.

Everton er enn í stjóraleit eftir að Ronald Koeman var látinn taka pokann sinn eftir 2-5 tap fyrir Arsenal 22. október.

Silva er mjög eftirsóttur en hann er efstur á óskalista Everton samkvæmt heimildum BBC.

David Unsworth hefur stýrt Everton síðan Koeman var rekinn. Fyrstu þrír leikirnir undir hans stjórn töpuðust en sá síðasti, sem var einmitt gegn Watford, vannst.

Sam Allardyce, fyrrverandi landsliðsþjálfari Englands, og Sean Dyche, stjóri Burnley, hafa einnig verið orðaðir við stjórastarfið hjá Everton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×