Erlent

Barn fannst myrt á heimili í úthverfi Stokkhólms

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla hefur girt af svæðið í kringum húsið og yfirheyrir nú fólk vegna málsins.
Lögregla hefur girt af svæðið í kringum húsið og yfirheyrir nú fólk vegna málsins. Vísir/Getty
Lögregla í Svíþjóð kom í morgun að barni látnu á heimili í íbúðahverfi í Tullinge, sem er að finna suðvestur af höfuðborginni Stokkhólmi. Þá var kona með áverka einnig flutt á sjúkrahús þar sem hún lést af sárum sínum.

Expressen greinir frá því að konan sem lést sé móðir barnsins. Tilkynning barst lögreglu klukkan 8:09 að staðartíma.

Lögregla metur aðstæður á vettvangi á þann veg að talið sé að um manndráp sé að ræða. Ekki sé þó hægt að greina nánar frá málsatvikum að á þessu stigi máls enda margt óljóst, segir lögreglumaðurinn Gert Rosvall.

Lögregla hefur girt af svæðið í kringum húsið og yfirheyrir nú fólk vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×