Viðskipti innlent

Bakarameistarinn hagnast um 50 milljónir

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Bakarameistarinn rekur sjö verslanir á höfuðborgarsvæðinu.
Bakarameistarinn rekur sjö verslanir á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Eyþór
Bakarameistarinn, sem rekur verslanir á sjö stöðum á höfuðborgarsvæðinu, hagnaðist um tæplega 51 milljón króna á síðasta ári, samanborið við tæplega 52 milljónir árið 2015. Hagnaðurinn helst því nær óbreyttur. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi félagsins.

Velta félagsins nam rúmum 1.060 milljónum króna í fyrra og jókst um liðlega 120 milljónir frá árinu 2015.

Heildareignir félagsins undir árslok 2016 námu tæplega 350 milljónum króna. Eigið fé var um 160 milljónir.

Áætlanir félagsins gera ráð fyrir nokkuð svipaðri afkomu árið 2017. Stærsti hluthafi Bakarameistarans  er Sigþór Sigurjónsson með 95 prósenta hlut.​ Sigþór er sem kunnugt er faðir Kolbeins Sigþórssonar, landsliðsmanns í knattspyrnu.


Tengdar fréttir

Bakarameistarinn vildi alls ekki baka nein vandræði

"Við vildum alls ekki hrella þjóðina með þessu,“ segir Sigþór Sigurjónsson, í Bakarameistaranum. Auglýsing frá fyrirtækinu var sýnd á meðan landsliðið fangaði sæti í umspili á HM.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×