Erlent

Pólverjar þurfa meira vinnuafl

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Pólskir verkamenn. Danir óttast að missa Pólverja úr landi.
Pólskir verkamenn. Danir óttast að missa Pólverja úr landi. Vísir/Vilhelm
Þörf er fyrir fleiri vinnandi hendur í Póllandi um þessar mundir, einkum í byggingariðnaði, félagslegri þjónustu og heilbrigðiskerfinu. Efnahagslífið blómstrar og atvinnuleysið hefur sjaldan verið minna, að því er segir í frétt danska ríkisútvarpsins.

Sendiherra Póllands í Danmörku, Henryka Moscicka-Dendys, hefur að undanförnu heimsótt vinnustaði þar sem Pólverjar eru við störf. Þar hefur hún greint frá því að laun hafi hækkað í Póllandi og að vinnuaðstæður séu orðnar betri.

Um 38 þúsund Pólverjar eru nú við störf í Danmörku. Samtök iðnaðarins þar hafa áhyggjur af mögulegri brottför pólskra verkamanna. Þeir séu nú yfir fjórðungur erlends vinnuafls frá aðildarríkjum Evrópusambandsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×