Erlent

Viðurkenna að flugmenn teiknuðu typpi á himininn

Samúel Karl Ólason skrifar
Leslie Hubbell, talskona sjóhersins, sagði að flugmenn á F/A-18 Growler orrustuþotu hefðu verið að verki.
Leslie Hubbell, talskona sjóhersins, sagði að flugmenn á F/A-18 Growler orrustuþotu hefðu verið að verki. Vísir/AFP
Sjóher Bandaríkjanna hefur viðurkennt að flugmenn þeirra teiknuðu typpi á himininn yfir Washington-ríki á vesturströnd Bandaríkjanna í gær. Fjölmargir tóku eftir teikningunni og deildu myndum af typpinu sem flugmennirnir mynduðu með flugslóða orrustuþotu.

Móðir á svæðinu sagði héraðsmiðlinum KREM2 að hún hefði tekið teikninguna nærri sér og þá sérstaklega að hún hefði þurft að útskýra hana fyrir ungum börnum sínum.

Spjótin beindust fljótt að sjóhernum sem fordæmdi atvikið í dag.

Leslie Hubbell, talskona sjóhersins, sagði CNN að flugmenn á F/A-18 Growler orrustuþotu hefðu verið að verki.

Yfirmaður flugdeildar sjóhersins sagði atferli flugmannanna ekki vera í takt við áherslur flughersins varðandi virðingu og að barnalegt hegðun sem þessi ætti ekki heima þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×