Enski boltinn

Guardiola: Ónauðsynlegt landsliðsverkefni olli meðslum Stones

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Stones í leik með enska landsliðinu
Stones í leik með enska landsliðinu vísir/getty
Pep Guardiola kennir ónauðsynlegu landsliðsverkefni um meiðsli John Stones.

Stones meiddist í leik City og Leicester á King Power vellinum í Leicester í gær. Hann tognaði aftan í læri og er talið að hann verði frá í sex vikur.

Varnarmaðurinn hafði spilað í öllum leikjum City í deildinni til þessa og mun hann meðal annars missa af nágrannaslag City og Manchester United sem fer fram 10. desember á Old Trafford.

„Á dagatalinu ætlumst við til mikils af leikmönnum okkar og FIFA ætlast til mikils. Það er ómögulegt að halda leikmönnunum heilum,“ sagði Guardiola eftir leikinn í gær.

„Ég skil ákvörðum Gareth Southgate [landsliðsþjálfara Englands]. Hann þarf að taka ákvarðanir sem skila bestum árangri.“

Stones spilaði allan leikinn í báðum vináttuleikjum Englands í nýliðnu landsleikjahléi.

„Þú spilar 90 mínútur, 90 mínútur, 90 mínútur og svo ferðu og hittir landsliðið þitt og spilar tvær 90 mínútur sem skipta engu máli. Svona hlutir gerast,“ sagði Pep Guardiola.

Það er mikið um óánægju þjálfara félagsliða í garð landsliðsverkefna um þessar mundir, en Jose Mourinho var reiður út í Phil Jones sem meiddist í leikjum Englands um síðustu helgi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×