Golf

Vonlítið hjá Birgi Leif

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. mynd/gsí
Birgir Leifur Hafþórsson náði sér alls ekki á strik á fyrsta degi á lokamóti Áskorendamótaraðarinnar í Oman.

Birgir Leifur lék á 76 höggum í dag eða á fjórum höggum yfir pari. Hann er á meðal neðstu manna.

Aðeins 45 stigahæstu keppendurnir á Áskorendamótaröðinni fengu boð á þetta mót. Fimmtán efstu munu vinna sér inn þátttökurétt á Evrópumótaröðinni.

Birgir Leifur kom inn í mótið í 32. sæti á listanum og hann þarf því að vera með efstu mönnum til þess að næla í farseðilinn á Evrópumótaröðina. Það er nánast vonlaust verkefni eftir þennan fyrsta dag. Besta skor dagsins var 67 högg eða fimm undir pari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×