Enski boltinn

Sjáðu glæsilegt mark Jóns Dags á móti Charlton | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jón Dagur hleður í skot sem steinlá í netinu.
Jón Dagur hleður í skot sem steinlá í netinu. vísir/getty
Jón Dagur Þorsteinson, leikmaður Fulham og íslenska U21 árs landsliðsins í fótbolta, skoraði og lagði upp mark í U23 úrvalsdeildinni á móti Charlton í gærkvöldi en það er varaliðsdeildin á Englandi.

HK-ingurinn hefur verið heitur að undanförnu en hann skoraði þrennu fyrir rúmri viku síðan á móti Úlfunum.

Fulham-liðið var á þriggja leikja sigurgöngu en fékk á sig tvö mörk á lokamínútunum í gærkvöldi og tapaði leiknum, 3-2.

Jón Dagur skoraði glæsilegt mark með góðu skoti í bláhornið á 3. mínútu og lagði svo upp mark fyrir félaga sinn á 62. mínútu.

Markið og stoðsendinguna má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×