Viktor Karl Einarsson, U21 árs landsliðsmaður Íslands í fótbolta, mun að öllum líkindum yfirgefa hollenska úrvalsdeildarfélagið AZ Alkmaar í byrjun nýs árs, samkvæmt heimildum Vísis.
Þessi hrikalega efnilegi miðjumaður, sem verður 21 árs í lok janúar, hefur verið í röðum AZ frá 2013 en ekki enn þá fengið að spila leik með aðalliðinu í hollensku úrvalsdeildinni.
Hann hefur staðið sig vel með varaliði Alkmaar í neðri deildum hollenska boltans en nú þarf hann að fara að spila reglulega í efstu deild.
Samkvæmt heimildum Vísis er mikill áhugi á Viktori í Danmörku, Svíþjóð og Noregi og líklegt að hann færi sig til Norðurlandanna áður en ný leiktíð hefst þar næsta vor.
Viktor hefur verið fastamaður í unglingalandsliðum Íslands allan sinn feril en hann er búinn að spila alla þrjá leiki U21 árs landsliðsins í undankeppni EM 2019 og skora eitt mark. Hann á í heildina 29 leiki að baki fyrir yngri landsliðin.
Viktor Karl yfirgefur AZ Alkmaar
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið







„Það var engin taktík“
Fótbolti


Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma
Íslenski boltinn
