VÍS fær 210 milljónir vegna láns í Úkraínu eftir langa mæðu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. nóvember 2017 22:30 Lánasamningurinn var gerður árið 2008. Vísir/Anton Fjárfestingafélagið Visoky Zamok Investments hefur verið dæmt til að greiða Vátryggingarfélagi Íslands hf, tvær milljónir dollara, um 210 milljónir íslenskra króina, vegna lánasamnings sem VÍS og fjárfestingafélagið gerðu með sér í september 2008. VÍS og Visoky Zamok Investments gerðu með sér samning um að VÍS lánaði Visoky Zamok tvær milljónir dollara sem leggja átti inn í úkraínska bankann Bank Lviv. Af láninu áttu að greiðast 11 prósenta vextir sem yrðu greiddir tvisvar á ári, í mars og september ár hvert. Endurgreiða ætti lánið að fullu þann 1. september 2015. Visoky Zamok fengi greiðslurnar frá úkraínska bankanum og legði þær síðan inn á VÍS. Þegar fjármálakreppran reið yfir árið 2008 var Bank Lviv sett í gjörgæslu Seðlabanka Úkraínu. Þrátt fyrir þetta stóð bankinn við lánasamninginn út árið 2011. Í upphafi árs 2012 setti Seðlabanki Úkraíunu Bank Lviv þau skilyrði að ekki mætti greiða hærri vexti en sex prósent af innlánum. Því hafi þeir ekki mátt greiða af láninu samkvæmt upphaflegum lánaskilmálum. Þá bannaði Seðlabankin Úkraínu Bank Lviv einnig að endurgreiða innlán og vexti til tengdra aðila. Þegar samningurinn var gerður var VÍS þá stór hluthafi í MP banka. MP banki átti félagið Vostok Holdings Netherlands sem átti bæði Bank Lviv í gegnum dótturfélag og einnig Visoky Samok. Því átti VÍS óbeint hlut í Visoky Samok. Því taldi Visoky Zamok að félagið gæti ekki borgað lánið til baka, þar sem ekki væri hægt að fá féð greitt út úr Bank Lviv.Fram og til baka á milli héraðsdóms og Hæstaréttar Málið hefur fram og til baka í íslenskum dómstólum frá því að lánið var gjaldfellt. Árið 2015 var máli VÍS gegn Visoky Zamok vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur en málatilbúnaður VÍS þótti gallaður og krafa félagsins óskýr.Hæstiréttur sneri við úrskurði héraðsdóms sama ár og lagði fyrir héraðsdóm að taka málið aftur fyrir. Málið var tekið fyrir aftur í Héraðsdómi Reykjavíkur á síðasta ári. Þar komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að Visoky Zamok bæri að selja innlán sitt á reikningi sínum hjá Bank Lviv í Úkraínu að andvirði 2,2 milljóna dollara og afhenda Vís söluandvirðið að sömu fjárhæð. Þessum dómi var áfrýjað til Hæstaréttar sem dæmdi í málinu í dag. Í dómi Hæstaréttar segir að Visoky Zamok hafi bakað sér skaðabótaábyrgð gagnvart VÍS með því að brjóta gegn skyldum sínum samkvæmt samningunum á milli félagsins og VÍS. Þá hafi félagið ekki lagt fram haldbær gögn til þess að sýna fram á að ómögulegt hafi verið að efna skuldbindingar sínar vegna þess að Bank Lviv hafi verið ómögulegt að greiða út innlánið eða standa skil á umsömdum vöxtum. Var félagið dæmt til þess að greiða VÍS tvær milljónir dollara, auk dráttarvaxta frá 24. apríl til greiðsludags, um 210 milljónir íslenskra króna. Þá greiðir félagið einnig VÍS þrjár milljónir í málskostnað. Tengdar fréttir Máli VÍS vegna láns í Úkraínu vísað frá dómi VÍS fær ekki mörg hundruð milljón króna lán í Úkraínu endurgreitt vegna gjaldeyrishafta og fjárhagsvandræða lánþegans. 7. apríl 2015 15:25 Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Sjá meira
Fjárfestingafélagið Visoky Zamok Investments hefur verið dæmt til að greiða Vátryggingarfélagi Íslands hf, tvær milljónir dollara, um 210 milljónir íslenskra króina, vegna lánasamnings sem VÍS og fjárfestingafélagið gerðu með sér í september 2008. VÍS og Visoky Zamok Investments gerðu með sér samning um að VÍS lánaði Visoky Zamok tvær milljónir dollara sem leggja átti inn í úkraínska bankann Bank Lviv. Af láninu áttu að greiðast 11 prósenta vextir sem yrðu greiddir tvisvar á ári, í mars og september ár hvert. Endurgreiða ætti lánið að fullu þann 1. september 2015. Visoky Zamok fengi greiðslurnar frá úkraínska bankanum og legði þær síðan inn á VÍS. Þegar fjármálakreppran reið yfir árið 2008 var Bank Lviv sett í gjörgæslu Seðlabanka Úkraínu. Þrátt fyrir þetta stóð bankinn við lánasamninginn út árið 2011. Í upphafi árs 2012 setti Seðlabanki Úkraíunu Bank Lviv þau skilyrði að ekki mætti greiða hærri vexti en sex prósent af innlánum. Því hafi þeir ekki mátt greiða af láninu samkvæmt upphaflegum lánaskilmálum. Þá bannaði Seðlabankin Úkraínu Bank Lviv einnig að endurgreiða innlán og vexti til tengdra aðila. Þegar samningurinn var gerður var VÍS þá stór hluthafi í MP banka. MP banki átti félagið Vostok Holdings Netherlands sem átti bæði Bank Lviv í gegnum dótturfélag og einnig Visoky Samok. Því átti VÍS óbeint hlut í Visoky Samok. Því taldi Visoky Zamok að félagið gæti ekki borgað lánið til baka, þar sem ekki væri hægt að fá féð greitt út úr Bank Lviv.Fram og til baka á milli héraðsdóms og Hæstaréttar Málið hefur fram og til baka í íslenskum dómstólum frá því að lánið var gjaldfellt. Árið 2015 var máli VÍS gegn Visoky Zamok vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur en málatilbúnaður VÍS þótti gallaður og krafa félagsins óskýr.Hæstiréttur sneri við úrskurði héraðsdóms sama ár og lagði fyrir héraðsdóm að taka málið aftur fyrir. Málið var tekið fyrir aftur í Héraðsdómi Reykjavíkur á síðasta ári. Þar komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að Visoky Zamok bæri að selja innlán sitt á reikningi sínum hjá Bank Lviv í Úkraínu að andvirði 2,2 milljóna dollara og afhenda Vís söluandvirðið að sömu fjárhæð. Þessum dómi var áfrýjað til Hæstaréttar sem dæmdi í málinu í dag. Í dómi Hæstaréttar segir að Visoky Zamok hafi bakað sér skaðabótaábyrgð gagnvart VÍS með því að brjóta gegn skyldum sínum samkvæmt samningunum á milli félagsins og VÍS. Þá hafi félagið ekki lagt fram haldbær gögn til þess að sýna fram á að ómögulegt hafi verið að efna skuldbindingar sínar vegna þess að Bank Lviv hafi verið ómögulegt að greiða út innlánið eða standa skil á umsömdum vöxtum. Var félagið dæmt til þess að greiða VÍS tvær milljónir dollara, auk dráttarvaxta frá 24. apríl til greiðsludags, um 210 milljónir íslenskra króna. Þá greiðir félagið einnig VÍS þrjár milljónir í málskostnað.
Tengdar fréttir Máli VÍS vegna láns í Úkraínu vísað frá dómi VÍS fær ekki mörg hundruð milljón króna lán í Úkraínu endurgreitt vegna gjaldeyrishafta og fjárhagsvandræða lánþegans. 7. apríl 2015 15:25 Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Sjá meira
Máli VÍS vegna láns í Úkraínu vísað frá dómi VÍS fær ekki mörg hundruð milljón króna lán í Úkraínu endurgreitt vegna gjaldeyrishafta og fjárhagsvandræða lánþegans. 7. apríl 2015 15:25
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent