VÍS fær 210 milljónir vegna láns í Úkraínu eftir langa mæðu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. nóvember 2017 22:30 Lánasamningurinn var gerður árið 2008. Vísir/Anton Fjárfestingafélagið Visoky Zamok Investments hefur verið dæmt til að greiða Vátryggingarfélagi Íslands hf, tvær milljónir dollara, um 210 milljónir íslenskra króina, vegna lánasamnings sem VÍS og fjárfestingafélagið gerðu með sér í september 2008. VÍS og Visoky Zamok Investments gerðu með sér samning um að VÍS lánaði Visoky Zamok tvær milljónir dollara sem leggja átti inn í úkraínska bankann Bank Lviv. Af láninu áttu að greiðast 11 prósenta vextir sem yrðu greiddir tvisvar á ári, í mars og september ár hvert. Endurgreiða ætti lánið að fullu þann 1. september 2015. Visoky Zamok fengi greiðslurnar frá úkraínska bankanum og legði þær síðan inn á VÍS. Þegar fjármálakreppran reið yfir árið 2008 var Bank Lviv sett í gjörgæslu Seðlabanka Úkraínu. Þrátt fyrir þetta stóð bankinn við lánasamninginn út árið 2011. Í upphafi árs 2012 setti Seðlabanki Úkraíunu Bank Lviv þau skilyrði að ekki mætti greiða hærri vexti en sex prósent af innlánum. Því hafi þeir ekki mátt greiða af láninu samkvæmt upphaflegum lánaskilmálum. Þá bannaði Seðlabankin Úkraínu Bank Lviv einnig að endurgreiða innlán og vexti til tengdra aðila. Þegar samningurinn var gerður var VÍS þá stór hluthafi í MP banka. MP banki átti félagið Vostok Holdings Netherlands sem átti bæði Bank Lviv í gegnum dótturfélag og einnig Visoky Samok. Því átti VÍS óbeint hlut í Visoky Samok. Því taldi Visoky Zamok að félagið gæti ekki borgað lánið til baka, þar sem ekki væri hægt að fá féð greitt út úr Bank Lviv.Fram og til baka á milli héraðsdóms og Hæstaréttar Málið hefur fram og til baka í íslenskum dómstólum frá því að lánið var gjaldfellt. Árið 2015 var máli VÍS gegn Visoky Zamok vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur en málatilbúnaður VÍS þótti gallaður og krafa félagsins óskýr.Hæstiréttur sneri við úrskurði héraðsdóms sama ár og lagði fyrir héraðsdóm að taka málið aftur fyrir. Málið var tekið fyrir aftur í Héraðsdómi Reykjavíkur á síðasta ári. Þar komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að Visoky Zamok bæri að selja innlán sitt á reikningi sínum hjá Bank Lviv í Úkraínu að andvirði 2,2 milljóna dollara og afhenda Vís söluandvirðið að sömu fjárhæð. Þessum dómi var áfrýjað til Hæstaréttar sem dæmdi í málinu í dag. Í dómi Hæstaréttar segir að Visoky Zamok hafi bakað sér skaðabótaábyrgð gagnvart VÍS með því að brjóta gegn skyldum sínum samkvæmt samningunum á milli félagsins og VÍS. Þá hafi félagið ekki lagt fram haldbær gögn til þess að sýna fram á að ómögulegt hafi verið að efna skuldbindingar sínar vegna þess að Bank Lviv hafi verið ómögulegt að greiða út innlánið eða standa skil á umsömdum vöxtum. Var félagið dæmt til þess að greiða VÍS tvær milljónir dollara, auk dráttarvaxta frá 24. apríl til greiðsludags, um 210 milljónir íslenskra króna. Þá greiðir félagið einnig VÍS þrjár milljónir í málskostnað. Tengdar fréttir Máli VÍS vegna láns í Úkraínu vísað frá dómi VÍS fær ekki mörg hundruð milljón króna lán í Úkraínu endurgreitt vegna gjaldeyrishafta og fjárhagsvandræða lánþegans. 7. apríl 2015 15:25 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Fjárfestingafélagið Visoky Zamok Investments hefur verið dæmt til að greiða Vátryggingarfélagi Íslands hf, tvær milljónir dollara, um 210 milljónir íslenskra króina, vegna lánasamnings sem VÍS og fjárfestingafélagið gerðu með sér í september 2008. VÍS og Visoky Zamok Investments gerðu með sér samning um að VÍS lánaði Visoky Zamok tvær milljónir dollara sem leggja átti inn í úkraínska bankann Bank Lviv. Af láninu áttu að greiðast 11 prósenta vextir sem yrðu greiddir tvisvar á ári, í mars og september ár hvert. Endurgreiða ætti lánið að fullu þann 1. september 2015. Visoky Zamok fengi greiðslurnar frá úkraínska bankanum og legði þær síðan inn á VÍS. Þegar fjármálakreppran reið yfir árið 2008 var Bank Lviv sett í gjörgæslu Seðlabanka Úkraínu. Þrátt fyrir þetta stóð bankinn við lánasamninginn út árið 2011. Í upphafi árs 2012 setti Seðlabanki Úkraíunu Bank Lviv þau skilyrði að ekki mætti greiða hærri vexti en sex prósent af innlánum. Því hafi þeir ekki mátt greiða af láninu samkvæmt upphaflegum lánaskilmálum. Þá bannaði Seðlabankin Úkraínu Bank Lviv einnig að endurgreiða innlán og vexti til tengdra aðila. Þegar samningurinn var gerður var VÍS þá stór hluthafi í MP banka. MP banki átti félagið Vostok Holdings Netherlands sem átti bæði Bank Lviv í gegnum dótturfélag og einnig Visoky Samok. Því átti VÍS óbeint hlut í Visoky Samok. Því taldi Visoky Zamok að félagið gæti ekki borgað lánið til baka, þar sem ekki væri hægt að fá féð greitt út úr Bank Lviv.Fram og til baka á milli héraðsdóms og Hæstaréttar Málið hefur fram og til baka í íslenskum dómstólum frá því að lánið var gjaldfellt. Árið 2015 var máli VÍS gegn Visoky Zamok vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur en málatilbúnaður VÍS þótti gallaður og krafa félagsins óskýr.Hæstiréttur sneri við úrskurði héraðsdóms sama ár og lagði fyrir héraðsdóm að taka málið aftur fyrir. Málið var tekið fyrir aftur í Héraðsdómi Reykjavíkur á síðasta ári. Þar komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að Visoky Zamok bæri að selja innlán sitt á reikningi sínum hjá Bank Lviv í Úkraínu að andvirði 2,2 milljóna dollara og afhenda Vís söluandvirðið að sömu fjárhæð. Þessum dómi var áfrýjað til Hæstaréttar sem dæmdi í málinu í dag. Í dómi Hæstaréttar segir að Visoky Zamok hafi bakað sér skaðabótaábyrgð gagnvart VÍS með því að brjóta gegn skyldum sínum samkvæmt samningunum á milli félagsins og VÍS. Þá hafi félagið ekki lagt fram haldbær gögn til þess að sýna fram á að ómögulegt hafi verið að efna skuldbindingar sínar vegna þess að Bank Lviv hafi verið ómögulegt að greiða út innlánið eða standa skil á umsömdum vöxtum. Var félagið dæmt til þess að greiða VÍS tvær milljónir dollara, auk dráttarvaxta frá 24. apríl til greiðsludags, um 210 milljónir íslenskra króna. Þá greiðir félagið einnig VÍS þrjár milljónir í málskostnað.
Tengdar fréttir Máli VÍS vegna láns í Úkraínu vísað frá dómi VÍS fær ekki mörg hundruð milljón króna lán í Úkraínu endurgreitt vegna gjaldeyrishafta og fjárhagsvandræða lánþegans. 7. apríl 2015 15:25 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Máli VÍS vegna láns í Úkraínu vísað frá dómi VÍS fær ekki mörg hundruð milljón króna lán í Úkraínu endurgreitt vegna gjaldeyrishafta og fjárhagsvandræða lánþegans. 7. apríl 2015 15:25
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent