Lífið

Blóma­skreytinga­meistarinn á stórt verk­efni fyrir höndum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Leiðinlegt að lenda í þessu.
Leiðinlegt að lenda í þessu.
Framsóknarkonan Vigdís Hauksdóttir vaknaði upp við vondan draum í morgun þegar hún leit út í garð fyrir utan heimilið sitt.

Þá kom í ljós að stórt tré hafði rifnað upp með rótum í óveðrinu í gær.

„Svona lítur þetta út í morgunskímunni - hvernig losnar maður við svona? Alltaf einstakir atburðir sem gerast í kringum mig - n.b ég bý í Hlíðunum - ekki undir Hafnarfjalli,“ segir Vigdís sem sat lengi vel á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn.

Vigdís hefur í gegnum tíðina starfað við blómaskreytingar og er menntaður garðyrkjufræðingur. Hún á því mikið og stórt verkefni fyrir höndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×