Lífið

Tvö­föld vand­ræði fyrir Doctor Victor

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Snapinsta.app_444151821_18298778758082229_4487310553053718634_n_1080

Victor Guðmunds­son, lækn­ir og tón­list­armaður, og Dagbjört Gudjohnsen Guðbrandsdóttir bráðalæknir eignuðust tvíburadrengi. Parið greindi frá gleðitíðindunum í sameiginlegri færslu á samfélagsmiðlum.

„Stærsta útgáfan mín hingað til,“ skrifar Doctor Victor, eins og hann kallar sig í tónlistarheiminum, við færsluna á Instagram. Þar má sjá nýbakaðan föður með fullt fangið. Fyrir eiga þau Victor og Dagbjört soninn Frosta sem er tveggja ára.

Dagbjört og Victor kynntust á þriðja ári í læknisfræði í sameiginlegri skíðaferð íslenskra læknanema. Dagbjört lærði í Ungverjalandi en Victor í Slóvakíu. 

Doctor Victor hefur farið með himinskautum sem plötusnúður undanfarin ár, komið að gerð ýmissa skemmtilegra hittara. Hann tróð upp með Kristmundi Axel í Iðnó í apríl svo athygli vakti og var sagður hafa kveikt í kofanum.


Tengdar fréttir

„Doctor Victor kveikti í kofanum“

Tónlistarmaðurinn Kristmundur Axel Kristmundsson hélt sína fyrstu tónleika, Í fyrsta skipti, fyrir fullu húsi í Iðnó á föstudagskvöldið. Viðtökurnar fóru fram úr hans björtustu vonum og komust færri að en vildu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×