„Í raun lítillækkandi að segja að sæðisgjafi sé pabbi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. nóvember 2017 10:30 Sigríður og Tótla eiga saman tvær dætur. Sigríður Eir Zophoníasardóttir og Anna Þórhildur Sæmundsdóttir vilja opna umræðuna um breytt fjölskyldumunstur en saman eiga þær tvær stelpur og þurfa reglulega að svara spurningum um hvort að systurnar séu í raun og veru systur og hver sé pabbinn. Þær Anna og Sigríður Eir kynntust fyrir rúmum fjórum árum og ákváðu strax að þær vildu stofna fjölskyldu. Þær áttuðu sig fljótlega á því að fjölskylduformið yrði ólíkt því sem þær upplifðu sjálfar. „Ég man eftir því þegar ég var ólétt hugsaði ég stundum um það að það yrði enginn pabbi,“ segir Sigríður sem gekk með eldri stelpuna en fjallað var um fjölskylduna í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Ég á svo dásamlegan pabba og svo á Tótla líka svo dásamlegan pabba og ég hugsaði þá að það verði enginn pabbi til að skutla þeim á ball á nóttinni og gera allskonar pabbastöff.“ „Mig langaði frekar að vera stuðningsaðili til að byrja með og ég var svolítið stressuð fyrir þessu og fannst tilhugsunin frekar skrýtin, en svo með seinna barnið þá langaði mig rosalega mikið að prófa það að ganga með barn eftir að hafa fylgst með Siggu,“ segir Anna Þórhildur sem er alltaf kölluð Tótla.Eyrún kom í heiminn í sumar.Sigríður segir að Tótla hafi í raun gefið henni eftirnafnið og eru dætur þeirra báðar Sigríðardætur. „Ég er alltaf bara kölluð Tótla og Þjóðskrá leyfir mér ekki að hafa þau Tótlubörn og mér fannst Sigríðarbörn bara mjög fallegt,“ segir Tótla sem segist hafa gengið í gegnum smá sorgarferli þegar hún áttaði sig á því á sínum tíma að hennar fjölskylda væri ekki með neinn pabba. „Við þurftum bara að hugsa fljótlega að við verðum alltaf öðruvísi og börnin okkar munu þurfa standa fyrir það,“ segir Sigríður. Þær Tótla og Sigga eiga tvær dætur, þær Úlfhildi og Eyrúnu. Sú eldri er tæplega þriggja ára en sú yngri kom í heiminn í sumar. Þær segjast reglulega fá spurningar um hver sé pabbinn og Úlfhildur þriggja ára sömuleiðis. Þær óttast að þegar fram líða stundir geti slíkar spurningar valdið sársauka.Úlfhildur og Tótla á góðri stundu.„Maður tók þetta ekkert almennilega inn fyrr en við fylgdumst með dóttur okkar setja spurningamerki við þetta. Hún hlustar núna á samtölin og heyrir verið að tala um einhverja manneskju sem er ekki til,“ segir Tótla. Þær leggja áheyrslu á það að þó að einhver maður úti í heimi gefi frumur verði sá ekki sjálfkrafa pabbi. „Það er í raun lítillækkandi að segja að sæðisgjafi sé pabbi. Pabbi er alveg jafn mikilvægt og að vera mamma og það er sama ummönnunarhlutverk. Þegar börnin hætta að vera inni í mæðrunum þá jafnast þetta bara út. Þetta er sama manneskjan sem er að gefa þeim að borða og svæfa þau,“ segir Tótla. „Það að skila af sér sæði einhverstaðar í útlöndum og setja það í bolla gerir þig ekki að föður,“ segir Sigríður. Hér að neðan má sjá innslag um þessa flottu fjölskyldu sem var á dagskrá í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira
Sigríður Eir Zophoníasardóttir og Anna Þórhildur Sæmundsdóttir vilja opna umræðuna um breytt fjölskyldumunstur en saman eiga þær tvær stelpur og þurfa reglulega að svara spurningum um hvort að systurnar séu í raun og veru systur og hver sé pabbinn. Þær Anna og Sigríður Eir kynntust fyrir rúmum fjórum árum og ákváðu strax að þær vildu stofna fjölskyldu. Þær áttuðu sig fljótlega á því að fjölskylduformið yrði ólíkt því sem þær upplifðu sjálfar. „Ég man eftir því þegar ég var ólétt hugsaði ég stundum um það að það yrði enginn pabbi,“ segir Sigríður sem gekk með eldri stelpuna en fjallað var um fjölskylduna í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Ég á svo dásamlegan pabba og svo á Tótla líka svo dásamlegan pabba og ég hugsaði þá að það verði enginn pabbi til að skutla þeim á ball á nóttinni og gera allskonar pabbastöff.“ „Mig langaði frekar að vera stuðningsaðili til að byrja með og ég var svolítið stressuð fyrir þessu og fannst tilhugsunin frekar skrýtin, en svo með seinna barnið þá langaði mig rosalega mikið að prófa það að ganga með barn eftir að hafa fylgst með Siggu,“ segir Anna Þórhildur sem er alltaf kölluð Tótla.Eyrún kom í heiminn í sumar.Sigríður segir að Tótla hafi í raun gefið henni eftirnafnið og eru dætur þeirra báðar Sigríðardætur. „Ég er alltaf bara kölluð Tótla og Þjóðskrá leyfir mér ekki að hafa þau Tótlubörn og mér fannst Sigríðarbörn bara mjög fallegt,“ segir Tótla sem segist hafa gengið í gegnum smá sorgarferli þegar hún áttaði sig á því á sínum tíma að hennar fjölskylda væri ekki með neinn pabba. „Við þurftum bara að hugsa fljótlega að við verðum alltaf öðruvísi og börnin okkar munu þurfa standa fyrir það,“ segir Sigríður. Þær Tótla og Sigga eiga tvær dætur, þær Úlfhildi og Eyrúnu. Sú eldri er tæplega þriggja ára en sú yngri kom í heiminn í sumar. Þær segjast reglulega fá spurningar um hver sé pabbinn og Úlfhildur þriggja ára sömuleiðis. Þær óttast að þegar fram líða stundir geti slíkar spurningar valdið sársauka.Úlfhildur og Tótla á góðri stundu.„Maður tók þetta ekkert almennilega inn fyrr en við fylgdumst með dóttur okkar setja spurningamerki við þetta. Hún hlustar núna á samtölin og heyrir verið að tala um einhverja manneskju sem er ekki til,“ segir Tótla. Þær leggja áheyrslu á það að þó að einhver maður úti í heimi gefi frumur verði sá ekki sjálfkrafa pabbi. „Það er í raun lítillækkandi að segja að sæðisgjafi sé pabbi. Pabbi er alveg jafn mikilvægt og að vera mamma og það er sama ummönnunarhlutverk. Þegar börnin hætta að vera inni í mæðrunum þá jafnast þetta bara út. Þetta er sama manneskjan sem er að gefa þeim að borða og svæfa þau,“ segir Tótla. „Það að skila af sér sæði einhverstaðar í útlöndum og setja það í bolla gerir þig ekki að föður,“ segir Sigríður. Hér að neðan má sjá innslag um þessa flottu fjölskyldu sem var á dagskrá í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.
Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira