Egill Einarsson segir illt að sitja undir ásökunum sem þessum Jakob Bjarnar skrifar 7. nóvember 2017 14:04 Egill Einarsson, líkamsræktarfrömuður með meiru, fagnar að vonum nýföllnum dómi Mannréttindadómstólsins. Hann segir að margir mannréttindalögmenn hafi sett sig í samband og óskað honum til hamingju með niðurstöðuna.Eins og Vísir greindi ítarlega frá í morgun úrskurðaði Mannréttindadómsstóll í máli hans, svokölluðu „Rapist bastard-máli“, á þann veg að íslenska ríkið hafi brotið gegn mannréttindum hans þegar Hæstiréttur Íslands sýknaði Inga Kristján Sigurmarsson af ærumeiðingum á hendur honum.Í spennufalli eftir dóminn „Ég fagna að sjálfsögðu þessari niðurstöðu. Ég var alltaf mjög hissa á þessum dómi Hæstaréttar en Mannréttindadómstóllinn vandaði greinilega til verka,“ segir Egill í samtali við Vísi. Og hann heldur áfram: „Það er ljóst að dómur Hæstaréttar stenst ekki kröfur Mannréttindasáttmálans um takmörk tjáningarfrelsis. Það er ekki þægileg tilfinning að vera saklaus maður sitjandi undir ummælum sem þessum. En ég fagna mjög að það sé til fyrirbæri eins og Mannréttindadómstóll Evrópu. Margir mannréttindalögmenn hafa haft samband við mig og óskað mér til hamingju með dóminn.“ Egill segist enn í spennufalli eftir dóminn og hann sé í raun enn að reyna að átta sig á þessari nýju stöðu.Undarleg niðurstaða Hæstaréttar Íslands Eva Hauksdóttir laganemi er að fjalla sérstaklega um mál þetta í tengslum við sitt nám og hún hefur farið ítarlega í saumana á rökstuðningi dómstólsins. Hún segir þetta einkum snúast um gildisdóm gegn staðhæfingu eða fullyrðingu um refsiverða háttsemi. „Það verður að teljast sérkennilegt af Hæstirétti að halda því fram að hann vinni í samræmi við dóma Mannréttindadómstólsins án þess að nefna einu orði þær skýru og einföldu reglur um greinarmuninn á gildisdómi og staðhæfingu sem fram komu í máli Lingens – en það er fyrsta málið sem Mannréttindadómstóllinn dæmdi þar sem reyndi á mörkin milli tjáningarfrelsis og æruverndar,“ skrifar Eva á vefsíðu sína. „Þar sem MDE hefur í hverju málinu á fætur öðru komist að þeirri niðurstöðu að Íslenska ríkið hafi brotið gegn tjáningarfrelsisákvæði sáttmálans, hefði kannski verið við hæfi að dómarar Hæstaréttar kynntu sér framkvæmd MDE í slíkum málum,“ segir Eva eftir að hafa farið ítarlega í rökstuðninginn.“ Tengdar fréttir Íslenska ríkið braut á mannréttindum Egils Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að dómur Hæstaréttar í máli Egils Einarssonar, betur þekktur sem Gillzenegger, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni hafi verið brot á áttundu grein mannréttindasáttmálans. 7. nóvember 2017 09:40 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Sjá meira
Egill Einarsson, líkamsræktarfrömuður með meiru, fagnar að vonum nýföllnum dómi Mannréttindadómstólsins. Hann segir að margir mannréttindalögmenn hafi sett sig í samband og óskað honum til hamingju með niðurstöðuna.Eins og Vísir greindi ítarlega frá í morgun úrskurðaði Mannréttindadómsstóll í máli hans, svokölluðu „Rapist bastard-máli“, á þann veg að íslenska ríkið hafi brotið gegn mannréttindum hans þegar Hæstiréttur Íslands sýknaði Inga Kristján Sigurmarsson af ærumeiðingum á hendur honum.Í spennufalli eftir dóminn „Ég fagna að sjálfsögðu þessari niðurstöðu. Ég var alltaf mjög hissa á þessum dómi Hæstaréttar en Mannréttindadómstóllinn vandaði greinilega til verka,“ segir Egill í samtali við Vísi. Og hann heldur áfram: „Það er ljóst að dómur Hæstaréttar stenst ekki kröfur Mannréttindasáttmálans um takmörk tjáningarfrelsis. Það er ekki þægileg tilfinning að vera saklaus maður sitjandi undir ummælum sem þessum. En ég fagna mjög að það sé til fyrirbæri eins og Mannréttindadómstóll Evrópu. Margir mannréttindalögmenn hafa haft samband við mig og óskað mér til hamingju með dóminn.“ Egill segist enn í spennufalli eftir dóminn og hann sé í raun enn að reyna að átta sig á þessari nýju stöðu.Undarleg niðurstaða Hæstaréttar Íslands Eva Hauksdóttir laganemi er að fjalla sérstaklega um mál þetta í tengslum við sitt nám og hún hefur farið ítarlega í saumana á rökstuðningi dómstólsins. Hún segir þetta einkum snúast um gildisdóm gegn staðhæfingu eða fullyrðingu um refsiverða háttsemi. „Það verður að teljast sérkennilegt af Hæstirétti að halda því fram að hann vinni í samræmi við dóma Mannréttindadómstólsins án þess að nefna einu orði þær skýru og einföldu reglur um greinarmuninn á gildisdómi og staðhæfingu sem fram komu í máli Lingens – en það er fyrsta málið sem Mannréttindadómstóllinn dæmdi þar sem reyndi á mörkin milli tjáningarfrelsis og æruverndar,“ skrifar Eva á vefsíðu sína. „Þar sem MDE hefur í hverju málinu á fætur öðru komist að þeirri niðurstöðu að Íslenska ríkið hafi brotið gegn tjáningarfrelsisákvæði sáttmálans, hefði kannski verið við hæfi að dómarar Hæstaréttar kynntu sér framkvæmd MDE í slíkum málum,“ segir Eva eftir að hafa farið ítarlega í rökstuðninginn.“
Tengdar fréttir Íslenska ríkið braut á mannréttindum Egils Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að dómur Hæstaréttar í máli Egils Einarssonar, betur þekktur sem Gillzenegger, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni hafi verið brot á áttundu grein mannréttindasáttmálans. 7. nóvember 2017 09:40 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Sjá meira
Íslenska ríkið braut á mannréttindum Egils Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að dómur Hæstaréttar í máli Egils Einarssonar, betur þekktur sem Gillzenegger, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni hafi verið brot á áttundu grein mannréttindasáttmálans. 7. nóvember 2017 09:40