Egill Einarsson segir illt að sitja undir ásökunum sem þessum Jakob Bjarnar skrifar 7. nóvember 2017 14:04 Egill Einarsson, líkamsræktarfrömuður með meiru, fagnar að vonum nýföllnum dómi Mannréttindadómstólsins. Hann segir að margir mannréttindalögmenn hafi sett sig í samband og óskað honum til hamingju með niðurstöðuna.Eins og Vísir greindi ítarlega frá í morgun úrskurðaði Mannréttindadómsstóll í máli hans, svokölluðu „Rapist bastard-máli“, á þann veg að íslenska ríkið hafi brotið gegn mannréttindum hans þegar Hæstiréttur Íslands sýknaði Inga Kristján Sigurmarsson af ærumeiðingum á hendur honum.Í spennufalli eftir dóminn „Ég fagna að sjálfsögðu þessari niðurstöðu. Ég var alltaf mjög hissa á þessum dómi Hæstaréttar en Mannréttindadómstóllinn vandaði greinilega til verka,“ segir Egill í samtali við Vísi. Og hann heldur áfram: „Það er ljóst að dómur Hæstaréttar stenst ekki kröfur Mannréttindasáttmálans um takmörk tjáningarfrelsis. Það er ekki þægileg tilfinning að vera saklaus maður sitjandi undir ummælum sem þessum. En ég fagna mjög að það sé til fyrirbæri eins og Mannréttindadómstóll Evrópu. Margir mannréttindalögmenn hafa haft samband við mig og óskað mér til hamingju með dóminn.“ Egill segist enn í spennufalli eftir dóminn og hann sé í raun enn að reyna að átta sig á þessari nýju stöðu.Undarleg niðurstaða Hæstaréttar Íslands Eva Hauksdóttir laganemi er að fjalla sérstaklega um mál þetta í tengslum við sitt nám og hún hefur farið ítarlega í saumana á rökstuðningi dómstólsins. Hún segir þetta einkum snúast um gildisdóm gegn staðhæfingu eða fullyrðingu um refsiverða háttsemi. „Það verður að teljast sérkennilegt af Hæstirétti að halda því fram að hann vinni í samræmi við dóma Mannréttindadómstólsins án þess að nefna einu orði þær skýru og einföldu reglur um greinarmuninn á gildisdómi og staðhæfingu sem fram komu í máli Lingens – en það er fyrsta málið sem Mannréttindadómstóllinn dæmdi þar sem reyndi á mörkin milli tjáningarfrelsis og æruverndar,“ skrifar Eva á vefsíðu sína. „Þar sem MDE hefur í hverju málinu á fætur öðru komist að þeirri niðurstöðu að Íslenska ríkið hafi brotið gegn tjáningarfrelsisákvæði sáttmálans, hefði kannski verið við hæfi að dómarar Hæstaréttar kynntu sér framkvæmd MDE í slíkum málum,“ segir Eva eftir að hafa farið ítarlega í rökstuðninginn.“ Tengdar fréttir Íslenska ríkið braut á mannréttindum Egils Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að dómur Hæstaréttar í máli Egils Einarssonar, betur þekktur sem Gillzenegger, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni hafi verið brot á áttundu grein mannréttindasáttmálans. 7. nóvember 2017 09:40 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Sjá meira
Egill Einarsson, líkamsræktarfrömuður með meiru, fagnar að vonum nýföllnum dómi Mannréttindadómstólsins. Hann segir að margir mannréttindalögmenn hafi sett sig í samband og óskað honum til hamingju með niðurstöðuna.Eins og Vísir greindi ítarlega frá í morgun úrskurðaði Mannréttindadómsstóll í máli hans, svokölluðu „Rapist bastard-máli“, á þann veg að íslenska ríkið hafi brotið gegn mannréttindum hans þegar Hæstiréttur Íslands sýknaði Inga Kristján Sigurmarsson af ærumeiðingum á hendur honum.Í spennufalli eftir dóminn „Ég fagna að sjálfsögðu þessari niðurstöðu. Ég var alltaf mjög hissa á þessum dómi Hæstaréttar en Mannréttindadómstóllinn vandaði greinilega til verka,“ segir Egill í samtali við Vísi. Og hann heldur áfram: „Það er ljóst að dómur Hæstaréttar stenst ekki kröfur Mannréttindasáttmálans um takmörk tjáningarfrelsis. Það er ekki þægileg tilfinning að vera saklaus maður sitjandi undir ummælum sem þessum. En ég fagna mjög að það sé til fyrirbæri eins og Mannréttindadómstóll Evrópu. Margir mannréttindalögmenn hafa haft samband við mig og óskað mér til hamingju með dóminn.“ Egill segist enn í spennufalli eftir dóminn og hann sé í raun enn að reyna að átta sig á þessari nýju stöðu.Undarleg niðurstaða Hæstaréttar Íslands Eva Hauksdóttir laganemi er að fjalla sérstaklega um mál þetta í tengslum við sitt nám og hún hefur farið ítarlega í saumana á rökstuðningi dómstólsins. Hún segir þetta einkum snúast um gildisdóm gegn staðhæfingu eða fullyrðingu um refsiverða háttsemi. „Það verður að teljast sérkennilegt af Hæstirétti að halda því fram að hann vinni í samræmi við dóma Mannréttindadómstólsins án þess að nefna einu orði þær skýru og einföldu reglur um greinarmuninn á gildisdómi og staðhæfingu sem fram komu í máli Lingens – en það er fyrsta málið sem Mannréttindadómstóllinn dæmdi þar sem reyndi á mörkin milli tjáningarfrelsis og æruverndar,“ skrifar Eva á vefsíðu sína. „Þar sem MDE hefur í hverju málinu á fætur öðru komist að þeirri niðurstöðu að Íslenska ríkið hafi brotið gegn tjáningarfrelsisákvæði sáttmálans, hefði kannski verið við hæfi að dómarar Hæstaréttar kynntu sér framkvæmd MDE í slíkum málum,“ segir Eva eftir að hafa farið ítarlega í rökstuðninginn.“
Tengdar fréttir Íslenska ríkið braut á mannréttindum Egils Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að dómur Hæstaréttar í máli Egils Einarssonar, betur þekktur sem Gillzenegger, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni hafi verið brot á áttundu grein mannréttindasáttmálans. 7. nóvember 2017 09:40 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Sjá meira
Íslenska ríkið braut á mannréttindum Egils Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að dómur Hæstaréttar í máli Egils Einarssonar, betur þekktur sem Gillzenegger, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni hafi verið brot á áttundu grein mannréttindasáttmálans. 7. nóvember 2017 09:40