Egill Einarsson segir illt að sitja undir ásökunum sem þessum Jakob Bjarnar skrifar 7. nóvember 2017 14:04 Egill Einarsson, líkamsræktarfrömuður með meiru, fagnar að vonum nýföllnum dómi Mannréttindadómstólsins. Hann segir að margir mannréttindalögmenn hafi sett sig í samband og óskað honum til hamingju með niðurstöðuna.Eins og Vísir greindi ítarlega frá í morgun úrskurðaði Mannréttindadómsstóll í máli hans, svokölluðu „Rapist bastard-máli“, á þann veg að íslenska ríkið hafi brotið gegn mannréttindum hans þegar Hæstiréttur Íslands sýknaði Inga Kristján Sigurmarsson af ærumeiðingum á hendur honum.Í spennufalli eftir dóminn „Ég fagna að sjálfsögðu þessari niðurstöðu. Ég var alltaf mjög hissa á þessum dómi Hæstaréttar en Mannréttindadómstóllinn vandaði greinilega til verka,“ segir Egill í samtali við Vísi. Og hann heldur áfram: „Það er ljóst að dómur Hæstaréttar stenst ekki kröfur Mannréttindasáttmálans um takmörk tjáningarfrelsis. Það er ekki þægileg tilfinning að vera saklaus maður sitjandi undir ummælum sem þessum. En ég fagna mjög að það sé til fyrirbæri eins og Mannréttindadómstóll Evrópu. Margir mannréttindalögmenn hafa haft samband við mig og óskað mér til hamingju með dóminn.“ Egill segist enn í spennufalli eftir dóminn og hann sé í raun enn að reyna að átta sig á þessari nýju stöðu.Undarleg niðurstaða Hæstaréttar Íslands Eva Hauksdóttir laganemi er að fjalla sérstaklega um mál þetta í tengslum við sitt nám og hún hefur farið ítarlega í saumana á rökstuðningi dómstólsins. Hún segir þetta einkum snúast um gildisdóm gegn staðhæfingu eða fullyrðingu um refsiverða háttsemi. „Það verður að teljast sérkennilegt af Hæstirétti að halda því fram að hann vinni í samræmi við dóma Mannréttindadómstólsins án þess að nefna einu orði þær skýru og einföldu reglur um greinarmuninn á gildisdómi og staðhæfingu sem fram komu í máli Lingens – en það er fyrsta málið sem Mannréttindadómstóllinn dæmdi þar sem reyndi á mörkin milli tjáningarfrelsis og æruverndar,“ skrifar Eva á vefsíðu sína. „Þar sem MDE hefur í hverju málinu á fætur öðru komist að þeirri niðurstöðu að Íslenska ríkið hafi brotið gegn tjáningarfrelsisákvæði sáttmálans, hefði kannski verið við hæfi að dómarar Hæstaréttar kynntu sér framkvæmd MDE í slíkum málum,“ segir Eva eftir að hafa farið ítarlega í rökstuðninginn.“ Tengdar fréttir Íslenska ríkið braut á mannréttindum Egils Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að dómur Hæstaréttar í máli Egils Einarssonar, betur þekktur sem Gillzenegger, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni hafi verið brot á áttundu grein mannréttindasáttmálans. 7. nóvember 2017 09:40 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Sjá meira
Egill Einarsson, líkamsræktarfrömuður með meiru, fagnar að vonum nýföllnum dómi Mannréttindadómstólsins. Hann segir að margir mannréttindalögmenn hafi sett sig í samband og óskað honum til hamingju með niðurstöðuna.Eins og Vísir greindi ítarlega frá í morgun úrskurðaði Mannréttindadómsstóll í máli hans, svokölluðu „Rapist bastard-máli“, á þann veg að íslenska ríkið hafi brotið gegn mannréttindum hans þegar Hæstiréttur Íslands sýknaði Inga Kristján Sigurmarsson af ærumeiðingum á hendur honum.Í spennufalli eftir dóminn „Ég fagna að sjálfsögðu þessari niðurstöðu. Ég var alltaf mjög hissa á þessum dómi Hæstaréttar en Mannréttindadómstóllinn vandaði greinilega til verka,“ segir Egill í samtali við Vísi. Og hann heldur áfram: „Það er ljóst að dómur Hæstaréttar stenst ekki kröfur Mannréttindasáttmálans um takmörk tjáningarfrelsis. Það er ekki þægileg tilfinning að vera saklaus maður sitjandi undir ummælum sem þessum. En ég fagna mjög að það sé til fyrirbæri eins og Mannréttindadómstóll Evrópu. Margir mannréttindalögmenn hafa haft samband við mig og óskað mér til hamingju með dóminn.“ Egill segist enn í spennufalli eftir dóminn og hann sé í raun enn að reyna að átta sig á þessari nýju stöðu.Undarleg niðurstaða Hæstaréttar Íslands Eva Hauksdóttir laganemi er að fjalla sérstaklega um mál þetta í tengslum við sitt nám og hún hefur farið ítarlega í saumana á rökstuðningi dómstólsins. Hún segir þetta einkum snúast um gildisdóm gegn staðhæfingu eða fullyrðingu um refsiverða háttsemi. „Það verður að teljast sérkennilegt af Hæstirétti að halda því fram að hann vinni í samræmi við dóma Mannréttindadómstólsins án þess að nefna einu orði þær skýru og einföldu reglur um greinarmuninn á gildisdómi og staðhæfingu sem fram komu í máli Lingens – en það er fyrsta málið sem Mannréttindadómstóllinn dæmdi þar sem reyndi á mörkin milli tjáningarfrelsis og æruverndar,“ skrifar Eva á vefsíðu sína. „Þar sem MDE hefur í hverju málinu á fætur öðru komist að þeirri niðurstöðu að Íslenska ríkið hafi brotið gegn tjáningarfrelsisákvæði sáttmálans, hefði kannski verið við hæfi að dómarar Hæstaréttar kynntu sér framkvæmd MDE í slíkum málum,“ segir Eva eftir að hafa farið ítarlega í rökstuðninginn.“
Tengdar fréttir Íslenska ríkið braut á mannréttindum Egils Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að dómur Hæstaréttar í máli Egils Einarssonar, betur þekktur sem Gillzenegger, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni hafi verið brot á áttundu grein mannréttindasáttmálans. 7. nóvember 2017 09:40 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Sjá meira
Íslenska ríkið braut á mannréttindum Egils Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að dómur Hæstaréttar í máli Egils Einarssonar, betur þekktur sem Gillzenegger, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni hafi verið brot á áttundu grein mannréttindasáttmálans. 7. nóvember 2017 09:40