Lífeyrissjóðir keyptu hlutabréf í Silicor fyrir rúman milljarð Haraldur Guðmundsson skrifar 9. nóvember 2017 07:00 Silicor hafði fengið lóð á Katanesi á Grundartanga áður en samningum við Faxaflóahafnir var rift. Vísir/aðsend Félag sem er að stærstum hluta í eigu íslenskra lífeyrissjóða hefur keypt hlutafé fyrir 1.350 milljónir króna vegna uppbyggingar sólarkísilvers sem Silicor Materials vill reisa hér á landi. Uppsafnað tap íslenska hlutafélagsins Silicor Materials Holding nam 2,7 milljörðum króna í árslok 2016 en fyrirtækið hefur ekki tryggt sér raforku, lóð eða fjármögnun sem upp á vantar. „Við höfum ekki afskrifað þessa fjárfestingu og það eru góðir möguleikar á borðinu. Einn þeirra, sem við erum að vinna í, er að byggja verksmiðju á Íslandi í annarri útfærslu,“ segir Ómar Örn Tryggvason, stjórnarformaður samlagshlutafélagsins Sunnuvalla sem er í eigu fjögurra lífeyrissjóða, Íslandsbanka og Sjóvár. Silicor Materials féll í lok ágúst frá samningum við Faxaflóahafnir um lóð og hafnaraðstöðu á Grundartanga þar sem bandaríska fyrirtækið vill enn byggja sólarkísilverksmiðju. Kom þá fram að fyrirtækinu hefði ekki tekist að loka fjármögnun verkefnisins, sem metið var á 900 milljónir Bandaríkjadala eða um 95 milljarða króna, og að það væri í endurskoðun og hægagangi. Aðalfundur Silicor Materials Holding var haldinn 23. ágúst eða degi áður en samningunum við Faxaflóahafnir var sagt upp bréfleiðis. Á fundinum var kynnt tap upp á 1.256 milljónir króna á árinu 2016. Samkvæmt ársreikningi félagsins veltur áframhaldandi rekstur og þróun verkefnisins á fjármögnun frá hluthöfum og að án hennar sé framtíð þess óviss. Sunnuvellir er stærsti einstaki eigandi Silicor Materials Holding með 32 prósenta hlut. Að því félagi koma Lífeyrissjóður verslunarmanna, Birta lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja og Festa lífeyrissjóður. Félagið tók þátt í fyrri hluta fjármögnunar kísilversins í ágúst 2015 og skráði sig þá fyrir hlutafé upp á 40 milljónir dollara eða jafnvirði 4,2 milljarða króna. Eins og áður segir hafa Sunnuvellir greitt um 1.350 milljónir en sjóðirnir fjórir eiga alls 80 prósent í félaginu og hafa því reitt fram rúman milljarð. Aðrar hlutafjáraukningar eru háðar ákveðnum skilyrðum um framgang verkefnisins. Tap Sunnuvalla í fyrra nam 831 milljón króna og þar af voru 715 milljónir vegna eignarinnar í Silicor Materials. Þar var ekki tekið tillit til taps kísilverkefnisins í fyrra þar sem sú niðurstaða lá ekki fyrir þegar aðalfundur Sunnuvalla fór fram í apríl. Eigið fé félagsins var neikvætt um rétt rúman milljarð króna í árslok 2016. „Það er mat stjórnenda að þrátt fyrir að uppbygging sólarkísilverksmiðjunnar í Hvalfirði hafi tafist og óvissa sé fyrir hendi um framgang fjárfestingarverkefnisins þá standi bókfærð verð eignarhluta í Silicor Materials undir sér," segir í ársreikningi Sunnuvalla fyrir 2016 en þar eru bréfin í kísilverkefninu bókfærð á 963,7 milljónir. Þau eru öll í A-hlutaflokki sem veitir Sunnuvöllum forgang umfram aðra eigendur varðandi arðgreiðslur af hlutafé Silicor Materials Holding eða lækkun þess. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Félag sem er að stærstum hluta í eigu íslenskra lífeyrissjóða hefur keypt hlutafé fyrir 1.350 milljónir króna vegna uppbyggingar sólarkísilvers sem Silicor Materials vill reisa hér á landi. Uppsafnað tap íslenska hlutafélagsins Silicor Materials Holding nam 2,7 milljörðum króna í árslok 2016 en fyrirtækið hefur ekki tryggt sér raforku, lóð eða fjármögnun sem upp á vantar. „Við höfum ekki afskrifað þessa fjárfestingu og það eru góðir möguleikar á borðinu. Einn þeirra, sem við erum að vinna í, er að byggja verksmiðju á Íslandi í annarri útfærslu,“ segir Ómar Örn Tryggvason, stjórnarformaður samlagshlutafélagsins Sunnuvalla sem er í eigu fjögurra lífeyrissjóða, Íslandsbanka og Sjóvár. Silicor Materials féll í lok ágúst frá samningum við Faxaflóahafnir um lóð og hafnaraðstöðu á Grundartanga þar sem bandaríska fyrirtækið vill enn byggja sólarkísilverksmiðju. Kom þá fram að fyrirtækinu hefði ekki tekist að loka fjármögnun verkefnisins, sem metið var á 900 milljónir Bandaríkjadala eða um 95 milljarða króna, og að það væri í endurskoðun og hægagangi. Aðalfundur Silicor Materials Holding var haldinn 23. ágúst eða degi áður en samningunum við Faxaflóahafnir var sagt upp bréfleiðis. Á fundinum var kynnt tap upp á 1.256 milljónir króna á árinu 2016. Samkvæmt ársreikningi félagsins veltur áframhaldandi rekstur og þróun verkefnisins á fjármögnun frá hluthöfum og að án hennar sé framtíð þess óviss. Sunnuvellir er stærsti einstaki eigandi Silicor Materials Holding með 32 prósenta hlut. Að því félagi koma Lífeyrissjóður verslunarmanna, Birta lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja og Festa lífeyrissjóður. Félagið tók þátt í fyrri hluta fjármögnunar kísilversins í ágúst 2015 og skráði sig þá fyrir hlutafé upp á 40 milljónir dollara eða jafnvirði 4,2 milljarða króna. Eins og áður segir hafa Sunnuvellir greitt um 1.350 milljónir en sjóðirnir fjórir eiga alls 80 prósent í félaginu og hafa því reitt fram rúman milljarð. Aðrar hlutafjáraukningar eru háðar ákveðnum skilyrðum um framgang verkefnisins. Tap Sunnuvalla í fyrra nam 831 milljón króna og þar af voru 715 milljónir vegna eignarinnar í Silicor Materials. Þar var ekki tekið tillit til taps kísilverkefnisins í fyrra þar sem sú niðurstaða lá ekki fyrir þegar aðalfundur Sunnuvalla fór fram í apríl. Eigið fé félagsins var neikvætt um rétt rúman milljarð króna í árslok 2016. „Það er mat stjórnenda að þrátt fyrir að uppbygging sólarkísilverksmiðjunnar í Hvalfirði hafi tafist og óvissa sé fyrir hendi um framgang fjárfestingarverkefnisins þá standi bókfærð verð eignarhluta í Silicor Materials undir sér," segir í ársreikningi Sunnuvalla fyrir 2016 en þar eru bréfin í kísilverkefninu bókfærð á 963,7 milljónir. Þau eru öll í A-hlutaflokki sem veitir Sunnuvöllum forgang umfram aðra eigendur varðandi arðgreiðslur af hlutafé Silicor Materials Holding eða lækkun þess.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira