Lífeyrissjóðir keyptu hlutabréf í Silicor fyrir rúman milljarð Haraldur Guðmundsson skrifar 9. nóvember 2017 07:00 Silicor hafði fengið lóð á Katanesi á Grundartanga áður en samningum við Faxaflóahafnir var rift. Vísir/aðsend Félag sem er að stærstum hluta í eigu íslenskra lífeyrissjóða hefur keypt hlutafé fyrir 1.350 milljónir króna vegna uppbyggingar sólarkísilvers sem Silicor Materials vill reisa hér á landi. Uppsafnað tap íslenska hlutafélagsins Silicor Materials Holding nam 2,7 milljörðum króna í árslok 2016 en fyrirtækið hefur ekki tryggt sér raforku, lóð eða fjármögnun sem upp á vantar. „Við höfum ekki afskrifað þessa fjárfestingu og það eru góðir möguleikar á borðinu. Einn þeirra, sem við erum að vinna í, er að byggja verksmiðju á Íslandi í annarri útfærslu,“ segir Ómar Örn Tryggvason, stjórnarformaður samlagshlutafélagsins Sunnuvalla sem er í eigu fjögurra lífeyrissjóða, Íslandsbanka og Sjóvár. Silicor Materials féll í lok ágúst frá samningum við Faxaflóahafnir um lóð og hafnaraðstöðu á Grundartanga þar sem bandaríska fyrirtækið vill enn byggja sólarkísilverksmiðju. Kom þá fram að fyrirtækinu hefði ekki tekist að loka fjármögnun verkefnisins, sem metið var á 900 milljónir Bandaríkjadala eða um 95 milljarða króna, og að það væri í endurskoðun og hægagangi. Aðalfundur Silicor Materials Holding var haldinn 23. ágúst eða degi áður en samningunum við Faxaflóahafnir var sagt upp bréfleiðis. Á fundinum var kynnt tap upp á 1.256 milljónir króna á árinu 2016. Samkvæmt ársreikningi félagsins veltur áframhaldandi rekstur og þróun verkefnisins á fjármögnun frá hluthöfum og að án hennar sé framtíð þess óviss. Sunnuvellir er stærsti einstaki eigandi Silicor Materials Holding með 32 prósenta hlut. Að því félagi koma Lífeyrissjóður verslunarmanna, Birta lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja og Festa lífeyrissjóður. Félagið tók þátt í fyrri hluta fjármögnunar kísilversins í ágúst 2015 og skráði sig þá fyrir hlutafé upp á 40 milljónir dollara eða jafnvirði 4,2 milljarða króna. Eins og áður segir hafa Sunnuvellir greitt um 1.350 milljónir en sjóðirnir fjórir eiga alls 80 prósent í félaginu og hafa því reitt fram rúman milljarð. Aðrar hlutafjáraukningar eru háðar ákveðnum skilyrðum um framgang verkefnisins. Tap Sunnuvalla í fyrra nam 831 milljón króna og þar af voru 715 milljónir vegna eignarinnar í Silicor Materials. Þar var ekki tekið tillit til taps kísilverkefnisins í fyrra þar sem sú niðurstaða lá ekki fyrir þegar aðalfundur Sunnuvalla fór fram í apríl. Eigið fé félagsins var neikvætt um rétt rúman milljarð króna í árslok 2016. „Það er mat stjórnenda að þrátt fyrir að uppbygging sólarkísilverksmiðjunnar í Hvalfirði hafi tafist og óvissa sé fyrir hendi um framgang fjárfestingarverkefnisins þá standi bókfærð verð eignarhluta í Silicor Materials undir sér," segir í ársreikningi Sunnuvalla fyrir 2016 en þar eru bréfin í kísilverkefninu bókfærð á 963,7 milljónir. Þau eru öll í A-hlutaflokki sem veitir Sunnuvöllum forgang umfram aðra eigendur varðandi arðgreiðslur af hlutafé Silicor Materials Holding eða lækkun þess. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Bestu íslensku auglýsingar ársins 2013 Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Sjá meira
Félag sem er að stærstum hluta í eigu íslenskra lífeyrissjóða hefur keypt hlutafé fyrir 1.350 milljónir króna vegna uppbyggingar sólarkísilvers sem Silicor Materials vill reisa hér á landi. Uppsafnað tap íslenska hlutafélagsins Silicor Materials Holding nam 2,7 milljörðum króna í árslok 2016 en fyrirtækið hefur ekki tryggt sér raforku, lóð eða fjármögnun sem upp á vantar. „Við höfum ekki afskrifað þessa fjárfestingu og það eru góðir möguleikar á borðinu. Einn þeirra, sem við erum að vinna í, er að byggja verksmiðju á Íslandi í annarri útfærslu,“ segir Ómar Örn Tryggvason, stjórnarformaður samlagshlutafélagsins Sunnuvalla sem er í eigu fjögurra lífeyrissjóða, Íslandsbanka og Sjóvár. Silicor Materials féll í lok ágúst frá samningum við Faxaflóahafnir um lóð og hafnaraðstöðu á Grundartanga þar sem bandaríska fyrirtækið vill enn byggja sólarkísilverksmiðju. Kom þá fram að fyrirtækinu hefði ekki tekist að loka fjármögnun verkefnisins, sem metið var á 900 milljónir Bandaríkjadala eða um 95 milljarða króna, og að það væri í endurskoðun og hægagangi. Aðalfundur Silicor Materials Holding var haldinn 23. ágúst eða degi áður en samningunum við Faxaflóahafnir var sagt upp bréfleiðis. Á fundinum var kynnt tap upp á 1.256 milljónir króna á árinu 2016. Samkvæmt ársreikningi félagsins veltur áframhaldandi rekstur og þróun verkefnisins á fjármögnun frá hluthöfum og að án hennar sé framtíð þess óviss. Sunnuvellir er stærsti einstaki eigandi Silicor Materials Holding með 32 prósenta hlut. Að því félagi koma Lífeyrissjóður verslunarmanna, Birta lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja og Festa lífeyrissjóður. Félagið tók þátt í fyrri hluta fjármögnunar kísilversins í ágúst 2015 og skráði sig þá fyrir hlutafé upp á 40 milljónir dollara eða jafnvirði 4,2 milljarða króna. Eins og áður segir hafa Sunnuvellir greitt um 1.350 milljónir en sjóðirnir fjórir eiga alls 80 prósent í félaginu og hafa því reitt fram rúman milljarð. Aðrar hlutafjáraukningar eru háðar ákveðnum skilyrðum um framgang verkefnisins. Tap Sunnuvalla í fyrra nam 831 milljón króna og þar af voru 715 milljónir vegna eignarinnar í Silicor Materials. Þar var ekki tekið tillit til taps kísilverkefnisins í fyrra þar sem sú niðurstaða lá ekki fyrir þegar aðalfundur Sunnuvalla fór fram í apríl. Eigið fé félagsins var neikvætt um rétt rúman milljarð króna í árslok 2016. „Það er mat stjórnenda að þrátt fyrir að uppbygging sólarkísilverksmiðjunnar í Hvalfirði hafi tafist og óvissa sé fyrir hendi um framgang fjárfestingarverkefnisins þá standi bókfærð verð eignarhluta í Silicor Materials undir sér," segir í ársreikningi Sunnuvalla fyrir 2016 en þar eru bréfin í kísilverkefninu bókfærð á 963,7 milljónir. Þau eru öll í A-hlutaflokki sem veitir Sunnuvöllum forgang umfram aðra eigendur varðandi arðgreiðslur af hlutafé Silicor Materials Holding eða lækkun þess.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Bestu íslensku auglýsingar ársins 2013 Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Sjá meira