Körfubolti

Walker snýr aftur til þess að spila með KR bumbunni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Walker í síðasta leik sínum á Íslandi þar sem hann skoraði 40 stig.
Walker í síðasta leik sínum á Íslandi þar sem hann skoraði 40 stig. vísir/anton

KR-goðsögnin Marcus Walker er á leið aftur til Íslands og mun klæðast KR-búningnum á nýjan leik.

Walker mun spila með KR b í Maltbikarnum gegn Blikum á föstudag. KR b er iðulega kallað KR bumban en þar hafa margar kempurnar spilað síðustu árin.

Einnig hefur heyrst að Helgi Már Magnússon muni spila með Bumbunni í þessum leik.

Walker var ótrúlegur í liði KR leiktíðina 2010-11 er KR varð Íslandsmeistari. Walker skoraði 40 stig í lokaleik tímabilsins er KR vann úrslitaeinvígið gegn Stjörnunni, 3-1.

Eins og sjá má hér að neðan er Walker afar spenntur fyrir því að koma til landsins og skartar enn fallegu KR-tattúi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.