Körfubolti

Jenny Boucek ráðin í þjálfarateymi Kings

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jennifer Boucek fagnar hér sigri með Keflavíkurliðinu. Með henni á myndinni eru Erla Þorsteinsdóttir og Erla Reynisdóttir.
Jennifer Boucek fagnar hér sigri með Keflavíkurliðinu. Með henni á myndinni eru Erla Þorsteinsdóttir og Erla Reynisdóttir. Vísir/Brynjar Gauti
Jenny Boucek hefur verið ráðin í þjálfarateymi Sacramento Kings í NBA-deildinni í körfubolta.

Hún varð með ráðningunni þriðji kvenþjálfarinn frá upphafi í deildinni, en Becky Hammon er aðstoðarþjálfari hjá San Antonio Spurs. Áður hafði Nancy Lieberman verið í þjálfun hjá Kings. 

Boucek spilaði með Keflavík á árunum 1997-98 og varð Íslandsmeistari með félaginu. Hún hefur haldið góðu sambandi við félaga sína af Suðurnesjunum og kom meðal annars til landsins í fyrra og hélt æfingabúðir í Keflavík.

„Þetta er virkilega spennandi tækifæri,“ sagði Boucek í viðtali við fjölmiðla eftir ráðninguna. „Mér finnst ekki vera neinn munur á því hvernig þú kennir hlutina í NBA deildinni eða í kvennadeildinni. Skipulagið er öðruvísi, en leikurinn er sá sami.“

NBA

Tengdar fréttir

Keflavíkurkonur fá góða heimsókn í janúar

Jennifer Boucek, fyrrum aðalþjálfari og núverandi aðstoðarþjálfari í WNBA-deildinni í körfubolta, er á leiðinni til Íslands og mun stýra æfingabúðum í Keflavík í janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×