Innlent

Pendúllinn: Verum Samfó og þingmennirnir í fallbaráttunni

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Kjördagur er eftir tæpa viku og var Pendúlnum sveiflað í síðasta skipti áður en kosið verður. Að þessu sinni fá Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Jóhann Óli Eiðsson blaðamanninn Kristjönu Guðbrandsdóttur, umsjónarmann helgarblaðs Fréttablaðsins, til að ræða málefni líðandi stundar.

Nokkrir sitjandi þingmenn eru í bullandi hættu á að falla af þingi. Rætt er um hverjir það eru og hverjir eru líklegir til að taka þeirra stað. Eru það alltaf góð skipti sem verða raunin? Hvaða fólk er það sem er í dauðafæri á að detta inn á þing? Fáum við nýja yngsta þingmann sögunnar?

Skoðanakannanir benda til þess að það gæti reynst bras að mynda nýja ríkisstjórn. Hvaða flokkar eru líklegastir til að vinna saman og hverjir útiloka hverja? Er hægristjórn í kortunum eða vinstristjórn?

Samfylkingin, en samt ekki Samfylkingin, gaf út lagið Verum Samfó. Lagið er sérstakt og sömuleiðis myndbandið við það. Hvað gekk fólki til með útgáfu þess? Er það sprell eða leynist dulinn boðskapur í því?

Þetta og meira til í Pendúlsþættinum sem heyra má í heild sinni hér að neðan.

Pendúllinn er hlaðvarpsþáttur á Vísi þar sem nýjustu vendingar stjórnmálanna eru krufnar til mergjar. Þátturinn verður vikulegur og fer í loftið á hverjum þriðjudegi fram að þingkosningnum 28. október.


Tengdar fréttir

Pendúllinn: Útstrikaður Ásmundur og ígulker formanns

Pendúllinn er hlaðvarpsþáttur á Vísi þar sem nýjustu vendingar stjórnmálanna eru krufnar til mergjar. Þátturinn verður vikulegur og fer í loftið á hverjum þriðjudegi fram að þingkosningnum 28. október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×