Innlent

Kvenréttindafélag Íslands birti feminískan tékklista fyrir kosningarnar

Þórdís Valsdóttir skrifar
Kvenréttindafélag Ísland gerði listann úr stefnuskrám framboðsflokkanna.
Kvenréttindafélag Ísland gerði listann úr stefnuskrám framboðsflokkanna. Facebook/Kvenréttindafélag Íslands
Kvenréttindafélag Íslands birti í dag á Facebook síðu sinni feminískan tékklista fyrir alþingiskosningarnar sem fram fara á laugardaginn.

Kvenréttindafélagið fór yfir stefnur og áherslur þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis í öllum kjördæmum á laugardaginn.

Færsluna má sjá hér fyrir neðan.

Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands.vísir/ernir
Fríða Rós Valdimarsdottir, formaður Kvenréttindafélags Íslands, segir að hugmyndin að tékklistanum hafi komið frá norskum félagasamtökum sem gerðu svipaðan lista fyrir norskar kosningar.

„Listinn er unninn upp úr stefnuskrám flokkanna sem almennir kjósendur geta nálgast.“

Fríða segir einnig að félagið vonist til þess að þetta verði góður leiðarvísir fyrir kjósendur.

„Þetta er vinna sem við unnum fyrir kjósendum og það kemur skýrt fram hvaða flokkar leggja áherslu á kynjajafnréttismál í sínum stefnuskrám,“ segir Fríða og bætir við að félagið hvetji alla til að mæta á kjörstað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×