25 ár á milli mynda: Stoltur körfuboltapabbi orðinn stoltur körfuboltaafi Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. október 2017 10:30 25 ár liðu á milli þessara mynda. myndir/erna ingvarsdóttir/íþróttablaðið Ingvar Jónsson er af flestum talinn guðfaðir körfuboltans í Hafnarfirði en þessi öflugi leikmaður og þjálfari var allt í öllu í körfuboltanum hjá Haukum um langt skeið. Ingvar ól af sér tvo landsliðsmenn; Jón Arnar Ingvarsson og Pétur Ingvarsson, sem báðir voru frábærir leikmenn og síðar þjálfarar. Synir hans eignuðust svo stráka sem spila báðir í Domino´s-deildinni en þeir mættust í gær. Þetta eru Kári Jónsson, Haukum, og Hilmar Pétursson sem gekk í raðir Keflavíkur í sumar. Keflvíkingar sóttu sigur á Ásvelli í gær og eru á toppnum í deildinni. Kári Jónsson átti stórleik og skoraði 28 stig auk þess sem hann tók sjö fráköst en Hilmar var stigalaus. Hann gat þó brosað eftir leik enda fóru Keflvíkingar heim með stigin tvö. Eftir leikinn tók Erna Ingvarsdóttir, dóttir Ingvars Jónssonar, mynd af föður sínum með litlu frændunum og endurskapaði með því mynd sem var tekin af Ingvari með sonum sínum fyrir 25 árum síðan. Eldri myndin var tekin af Ingvari með Pétri (t.v.) og Jóni Arnari (t.h.) eftir leik í efstu deild árið 1992 en það árið var Ingvar að þjálfa syni sína í meistaraflokki Hauka og endaði liðið í 2. sæti í deildinni. Hún birtist í íþróttablaðinu en viðtalið við þá feðga var tekið af engum öðrum en Þorgrími Þráinssyni. Haukarnir fóru alla leið í lokaúrslitin þetta tímabilið en töpuðu 3-0 fyrir Keflavík sem var með frábært lið þennan veturinn sem varð einnig deildarmeistari. Bæði Keflavík og Haukar eru líkleg til afreka í úrslitakeppninni og hver veit nema afi fái annað tækifæri til að láta mynda sig með barnabörnunum.Pétur Ingvarsson, Ingvar Jónsson og Jón Arnar Ingvarsson árið 1992.mynd/íþróttablaðiðHilmar Pétursson, Ingvar Jónsson og Kári Jónsson í gær.mynd/erna ingvarsdóttir Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Keflavík 87-90 | Suðurnesjamenn sóttu stigin Keflavík vann góðan sigur á Haukum á Ásvöllum í kvöld í fjórðu umferð Dominos-deildar karla. Leikurinn var mjög spennandi og mikil skemmtun. Lokatölur 90-87, Keflavík í vil. 26. október 2017 21:15 Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Sjá meira
Ingvar Jónsson er af flestum talinn guðfaðir körfuboltans í Hafnarfirði en þessi öflugi leikmaður og þjálfari var allt í öllu í körfuboltanum hjá Haukum um langt skeið. Ingvar ól af sér tvo landsliðsmenn; Jón Arnar Ingvarsson og Pétur Ingvarsson, sem báðir voru frábærir leikmenn og síðar þjálfarar. Synir hans eignuðust svo stráka sem spila báðir í Domino´s-deildinni en þeir mættust í gær. Þetta eru Kári Jónsson, Haukum, og Hilmar Pétursson sem gekk í raðir Keflavíkur í sumar. Keflvíkingar sóttu sigur á Ásvelli í gær og eru á toppnum í deildinni. Kári Jónsson átti stórleik og skoraði 28 stig auk þess sem hann tók sjö fráköst en Hilmar var stigalaus. Hann gat þó brosað eftir leik enda fóru Keflvíkingar heim með stigin tvö. Eftir leikinn tók Erna Ingvarsdóttir, dóttir Ingvars Jónssonar, mynd af föður sínum með litlu frændunum og endurskapaði með því mynd sem var tekin af Ingvari með sonum sínum fyrir 25 árum síðan. Eldri myndin var tekin af Ingvari með Pétri (t.v.) og Jóni Arnari (t.h.) eftir leik í efstu deild árið 1992 en það árið var Ingvar að þjálfa syni sína í meistaraflokki Hauka og endaði liðið í 2. sæti í deildinni. Hún birtist í íþróttablaðinu en viðtalið við þá feðga var tekið af engum öðrum en Þorgrími Þráinssyni. Haukarnir fóru alla leið í lokaúrslitin þetta tímabilið en töpuðu 3-0 fyrir Keflavík sem var með frábært lið þennan veturinn sem varð einnig deildarmeistari. Bæði Keflavík og Haukar eru líkleg til afreka í úrslitakeppninni og hver veit nema afi fái annað tækifæri til að láta mynda sig með barnabörnunum.Pétur Ingvarsson, Ingvar Jónsson og Jón Arnar Ingvarsson árið 1992.mynd/íþróttablaðiðHilmar Pétursson, Ingvar Jónsson og Kári Jónsson í gær.mynd/erna ingvarsdóttir
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Keflavík 87-90 | Suðurnesjamenn sóttu stigin Keflavík vann góðan sigur á Haukum á Ásvöllum í kvöld í fjórðu umferð Dominos-deildar karla. Leikurinn var mjög spennandi og mikil skemmtun. Lokatölur 90-87, Keflavík í vil. 26. október 2017 21:15 Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Keflavík 87-90 | Suðurnesjamenn sóttu stigin Keflavík vann góðan sigur á Haukum á Ásvöllum í kvöld í fjórðu umferð Dominos-deildar karla. Leikurinn var mjög spennandi og mikil skemmtun. Lokatölur 90-87, Keflavík í vil. 26. október 2017 21:15