Golf

Skrautlegar fyrri níu hjá Valdísi á lokahringnum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Valdís Þóra Jónsdóttir verður að herða sig á seinni níu.
Valdís Þóra Jónsdóttir verður að herða sig á seinni níu. MYND/GSIMYNDIR.NET/SETH
Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er þremur höggum frá efsta sætinu á Saler Valencia-mótinu í golfi eftir fyrri níu holurnar á lokahringnum sem hófst í morgun.

Mótið er hluti af LET Access-mótaröðinni sem er sú næst sterkasta í Evrópu en fyrir lokahringinn var Valdís jöfn hinni sænsku Emmu Nilsson á fimm höggum undir pari.

Dagurinn fór ekki vel af stað hjá Valdísi sem fékk skolla bæði á annarri og þriðju braut sem eru par þrjú og par fjögur.

Valdís Þóra fékk svo fugl á fimmtu braut en tvöfaldan skolla á þeirri sjöttu. Hún lauk svo þessum skrautlegu fyrri níu holum á öðrum fugli dagsins á níundu braut sem er par þrjú.

Skagamærin er því tveimur höggum yfir pari í dag og á þremur höggum undir pari í heildina en hún fór á kostum á fyrsta hring sem hún spilaði á sex höggum undir pari.

Sú sænska heldur efsta sætinu en hún er einu höggi undir pari eftir fyrri níu og sex höggum undir pari í heildina.

Valdís er nokkuð örugg í öðru sætinu enn sem komið er en næstu konur eru á parinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×