Golf

Valdís Þóra náði sínum besta árangri og var hársbreidd frá sigri

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Valdís Þóra náði sínum besta árangri á LET-mótaröðinni.
Valdís Þóra náði sínum besta árangri á LET-mótaröðinni. Mynd/gsimyndir.net/Seth
Valdís Þóra Jónsdóttir endaði í 2. sæti á Saler Valencia-mótinu í golfi sem lauk í dag. Mótið er hluti af LET-mótaröðinni sem er sú næststerkasta í Evrópu.

Frábær árangur hjá Valdísi sem var aðeins einu höggi á eftir sigurvegaranum, Emmu Nilsson frá Svíþjóð. Þetta er besti árangur Skagakonunnar á LET-mótaröðinni.

Valdís lék þriðja og síðasta hringinn á mótinu í Valencia á pari vallarins.

Hún var tveimur höggum yfir pari eftir skrautlegar fyrri níu holur. Valdís fékk svo fugl á 10. og 11. holu og var því komin á parið.

Valdís fékk par á síðustu sjö holunum og hefði aðeins þurft einn fugl í viðbót til að jafna Nilsson sem lék á einu höggi undir pari í dag.

Nilsson og Valdís voru langefstar á mótinu en þær voru fimm og fjórum höggum á undan Tonje Daffinrud frá Noregi sem varð þriðja.

Valdís heldur nú til Abú Dabí þar sem hún keppir á móti á LET-mótaröðinni 1.-4. nóvember.


Tengdar fréttir

Valdís Þóra enn í efsta sæti

Valdís Þóra Jónsdóttir er enn í efsta sæti á Santander-mótinu í golfi sem fer fram í Valencia á Spáni. Mótið er hluti af LET-mótaröðinni sem er sú næst sterkasta í Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×