Erlent

Sjálfstæðisyfirlýsing Katalóníu breytir engu fyrir ESB

Atli Ísleifsson skrifar
Donald Tusk er forseti leiðtogaráðs ESB.
Donald Tusk er forseti leiðtogaráðs ESB. Vísir/AFP
Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, segir að sjálfstæðisyfirlýsing Katalóníu breyti ekki nokkru fyrir Evrópusambandið og að áfram verði einungis skipt við spænsk stjórnvöld í Madríd.

Katalónía lýsti yfir sjálfstæði fyrr í dag í kjölfar leynilegrar atkvæðagreiðslu á katalónska héraðsþinginu þar sem sjötíu þingmenn greiddu atkvæði með sjálfstæði, tíu gegn og tveir skiluðu auðu. Alls eiga 135 þingmenn sæti á héraðsþinginu en sambandssinnar og stjórnarandstöðuþingmenn sniðgengu atkvæðagreiðsluna.

Skömmu síðar studdi meirihluti þingmanna öldungadeildar Spánarþings tillögu Spánarstjórnar um að virkja 155. grein stjórnarskrárinnar um að afturkalla sjálfstjórn héraðsins.

„Fyrir ESB þá breytist ekki. Spánn er áfram eini viðmælandi okkar,“ sagði Tusk á Twitter og hvetur Spánverja til að leita friðsamlegra lausna á deilunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×