„Verum Bandaríkin, ekki Ísland“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. október 2017 08:14 Frank Stephens mætti fyrir bandaríska þingnefnd í vikunni. Skjáskot Frank Stephens, talsmaður samtaka sem berjast fyrir réttindum fólks með Downs-heilkenni, flutti tilfinningaþrungna ræðu fyrir bandarískri þingnefnd á dögunum. Í ræðunni, sem sjá má hér að neðan, talaði Stephens fyrir auknu fjármagni til rannsókna á heilkenninu og hvatti þingmenn um leið til að beina sjónum sínum að útrýmingu Alzheimer - en ekki Downs. Þá sendi hann Íslendingum pillu en eins og ítrekað hefur verið greint frá vestanhafs síðustu vikur, allt frá því að umfjölllun CBS leit dagsins ljós, fæðast sárafáir Íslendingar með heilkennið ár hvert. Hafa margir nafntogaðir Bandaríkjamenn gagnrýnt þessa stefnu harðlega og til að mynda sagt Íslendinga engu betri en nasista Þriðja ríkisins.„Ég er maður með Downs-heilkenni og líf mitt er þess virði,“ sagði Stephens og uppskar lófatak fyrir vikið.Sjá einnig: Downs-heilkennið á Íslandi: Segir ekki verið að eyða heilkenninu heldur drepa börnBenti hann því næst á fyrrnefndan fréttaflutning og þá staðreynd að næstum 100% allra fóstra sem greinast með heilkennið er eytt ár hvert á Íslandi, sem og í Danmörku og Suður-Kóreu. „Ég á erfitt með að sitja hér og reifa þessar tölur. Ég skil þó hins vegar fullkomlega að fólk sem talar fyrir þessari „lokalausn“ vilja ekki að fólk eins og ég sé til.“ Hugtakið lokalausn er vísun til hugmynda nasista um útrýmingu „óæðri kynstofna,“ það er allra annarra en aría, og leiddi meðal annars til útrýmingarbúðanna alræmdu.Stephens bætti því næst við að þetta viðhorf lýsti miklum fordómum og gamaldags hugsunarhætti um líf fólks með heilkennið. „Í alvöru, ég lifi frábæru lífi,“ sagði Stephens og minntist á störf sín sem gestafyrirlesari í háskólum víðsvegar um Bandaríkin, metsölubókina sem hann kom að og hlutverkin sem hann hefur fengið í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. „Ég hef tvisvar komið í Hvíta húsið, í hvorugt skiptið þurfti ég að hoppa yfir grindverkið,“ sagði hann svo kíminn. Hann vill ekki þurfa að réttlæta tilvist sína en benti á að mörgum þætti Downs-heilkennið vera „óvenjulega öflug uppspretta hamingju. Hamingja hlýtur að vera einhvers virði,“ sagði Stephens.Sjá einnig: Gaf lítið fyrir gagnrýni íslensku hræsnaranna Lauk hann ræðu sinni á því að hvetja bandaríska þingið til að auka fjárveitingar til rannsókna á heilkenninu en hann telur að það gæti leitt til margvíslegra uppgötvana; til að mynda um krabbamein, Alzheimer og hvers kyns ónæmiskerfisvanda. „Hjálpið okkur að ná fram breytingum. Verum Bandaríkin, ekki Ísland eða Danmörk. Leitum að svörum, ekki „lokalausnum.“ Verum Bandaríkin. Stefnum á að vera laus við Alzheimer, ekki Downs-heilkennið.“ Ræðu hans má sjá hér að ofan. Tengdar fréttir Gaf lítið fyrir gagnrýni íslensku hræsnaranna Filippseyjar taka lítið mark á ríkjum sem framkvæma fóstureyðingar í jafn miklum mæli og Íslendingar. 29. september 2017 07:02 Downs-heilkennið á Íslandi: Segir ekki verið að eyða heilkenninu heldur drepa börn Ted Cruz, þingmaður Repúblikanaflokksins, og bandaríska leikkonan Patricia Heaton gagnrýndu stöðu Downs-heilkennisins á Íslandi harðlega í dag. 15. ágúst 2017 20:30 Sarah Palin líkir Íslandi við Þýskaland nasismans „Þetta umburðarleysi gagnavart fólki sem er öðruvísi er rangt og illska.“ 16. ágúst 2017 06:38 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Frank Stephens, talsmaður samtaka sem berjast fyrir réttindum fólks með Downs-heilkenni, flutti tilfinningaþrungna ræðu fyrir bandarískri þingnefnd á dögunum. Í ræðunni, sem sjá má hér að neðan, talaði Stephens fyrir auknu fjármagni til rannsókna á heilkenninu og hvatti þingmenn um leið til að beina sjónum sínum að útrýmingu Alzheimer - en ekki Downs. Þá sendi hann Íslendingum pillu en eins og ítrekað hefur verið greint frá vestanhafs síðustu vikur, allt frá því að umfjölllun CBS leit dagsins ljós, fæðast sárafáir Íslendingar með heilkennið ár hvert. Hafa margir nafntogaðir Bandaríkjamenn gagnrýnt þessa stefnu harðlega og til að mynda sagt Íslendinga engu betri en nasista Þriðja ríkisins.„Ég er maður með Downs-heilkenni og líf mitt er þess virði,“ sagði Stephens og uppskar lófatak fyrir vikið.Sjá einnig: Downs-heilkennið á Íslandi: Segir ekki verið að eyða heilkenninu heldur drepa börnBenti hann því næst á fyrrnefndan fréttaflutning og þá staðreynd að næstum 100% allra fóstra sem greinast með heilkennið er eytt ár hvert á Íslandi, sem og í Danmörku og Suður-Kóreu. „Ég á erfitt með að sitja hér og reifa þessar tölur. Ég skil þó hins vegar fullkomlega að fólk sem talar fyrir þessari „lokalausn“ vilja ekki að fólk eins og ég sé til.“ Hugtakið lokalausn er vísun til hugmynda nasista um útrýmingu „óæðri kynstofna,“ það er allra annarra en aría, og leiddi meðal annars til útrýmingarbúðanna alræmdu.Stephens bætti því næst við að þetta viðhorf lýsti miklum fordómum og gamaldags hugsunarhætti um líf fólks með heilkennið. „Í alvöru, ég lifi frábæru lífi,“ sagði Stephens og minntist á störf sín sem gestafyrirlesari í háskólum víðsvegar um Bandaríkin, metsölubókina sem hann kom að og hlutverkin sem hann hefur fengið í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. „Ég hef tvisvar komið í Hvíta húsið, í hvorugt skiptið þurfti ég að hoppa yfir grindverkið,“ sagði hann svo kíminn. Hann vill ekki þurfa að réttlæta tilvist sína en benti á að mörgum þætti Downs-heilkennið vera „óvenjulega öflug uppspretta hamingju. Hamingja hlýtur að vera einhvers virði,“ sagði Stephens.Sjá einnig: Gaf lítið fyrir gagnrýni íslensku hræsnaranna Lauk hann ræðu sinni á því að hvetja bandaríska þingið til að auka fjárveitingar til rannsókna á heilkenninu en hann telur að það gæti leitt til margvíslegra uppgötvana; til að mynda um krabbamein, Alzheimer og hvers kyns ónæmiskerfisvanda. „Hjálpið okkur að ná fram breytingum. Verum Bandaríkin, ekki Ísland eða Danmörk. Leitum að svörum, ekki „lokalausnum.“ Verum Bandaríkin. Stefnum á að vera laus við Alzheimer, ekki Downs-heilkennið.“ Ræðu hans má sjá hér að ofan.
Tengdar fréttir Gaf lítið fyrir gagnrýni íslensku hræsnaranna Filippseyjar taka lítið mark á ríkjum sem framkvæma fóstureyðingar í jafn miklum mæli og Íslendingar. 29. september 2017 07:02 Downs-heilkennið á Íslandi: Segir ekki verið að eyða heilkenninu heldur drepa börn Ted Cruz, þingmaður Repúblikanaflokksins, og bandaríska leikkonan Patricia Heaton gagnrýndu stöðu Downs-heilkennisins á Íslandi harðlega í dag. 15. ágúst 2017 20:30 Sarah Palin líkir Íslandi við Þýskaland nasismans „Þetta umburðarleysi gagnavart fólki sem er öðruvísi er rangt og illska.“ 16. ágúst 2017 06:38 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Gaf lítið fyrir gagnrýni íslensku hræsnaranna Filippseyjar taka lítið mark á ríkjum sem framkvæma fóstureyðingar í jafn miklum mæli og Íslendingar. 29. september 2017 07:02
Downs-heilkennið á Íslandi: Segir ekki verið að eyða heilkenninu heldur drepa börn Ted Cruz, þingmaður Repúblikanaflokksins, og bandaríska leikkonan Patricia Heaton gagnrýndu stöðu Downs-heilkennisins á Íslandi harðlega í dag. 15. ágúst 2017 20:30
Sarah Palin líkir Íslandi við Þýskaland nasismans „Þetta umburðarleysi gagnavart fólki sem er öðruvísi er rangt og illska.“ 16. ágúst 2017 06:38