Heimir Guðjóns: Ósáttur við tímasetninguna Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. október 2017 13:45 Heimir Guðjónssyni var á dögunum sagt upp störfum hjá FH eftir sautján ára samfellt starf fyrir félagið. „Ég held að allir séu sammála um það að árangurinn var ekki nógu góður í sumar, við vorum góðir í Evrópukeppninni og sáum þar að það eru ákveðnir möguleikar í stöðunni. Það vantar ekki mikið upp á,“ sagði Heimir Guðjónsson í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni í dag. „Í deildinni vantaði allan stöðugleika og það voru ekki margir leikir sem við spiluðum nógu vel. Þetta sumar hefði mátt vera betra, það er ekki spurning.“ FH lenti í þriðja sæti í Pepsi deildinni í sumar, tapaði í bikarúrslitaleiknum gegn ÍBV en náði ágætum árangri í Evrópu þar sem liðið spilaði um sæti í riðlakeppni Meistardeildarinnar og Evrópudeildarinnar. „Bikarúrslitaleikurinn var, að mínu mati var þar betra liðið sem vann, ÍBV. Við komum ekki nógu klárir og ætluðum að koma út og pressa þá. Það er mín skoðun að þegar þú ferð í svona stóra leiki þá er það liðið sem tekur frumkvæðið sem vinnur leikinn,“ sagði Heimir. „Mér fannst menn ætla að komast hjá því að gefa sig 100 prósent inn í þennan leik. Inn í klefa fyrir leikinn, þegar menn komu úr upphitun, þá áttuðum við okkur á því þjálfarateymið að stemmingin var ekki nógu góð.“ „Stórir leikir eru engin nýlunda fyrir leikmenn FH. Leikurinn á móti Braga, það er stærri leikur fyrir klúbbinn, þannig að það getur hafa spilað eitthvað inn í.“ En þrátt fyrir vonbrigðatímabil hafði stjórn FH lýst yfir stuðningi við Heimi. Því kom það eins og þruma úr heiðskýru lofti þegar fréttir bárust á föstudaginn að honum hefði verið sagt upp störfum. „Jón Rúnar hringdi í mig, við hittumst klukkan hálf tvö. Þar nýtti hann sér ákvæði í samningnum, þar var uppsagnarákvæði frá 6.-15. október, og hann nýtti sér það.“ „Að vera rekinn, það er alltaf eitthvað sem þú getur átt von á þegar þú ræður þig sem þjálfara í knattspyrnuliðum.“ „Hefði ég viljað halda áfram, já. En þetta var niðurstaðan. Það eina sem ég var ósáttur við er tímasetningin.“ „Auðvitað voru menn byrjaðir að þreyfa fyrir sér með aðra þjálfara, og þá finnst mér að hann hefði átt að tala við mig á mánudeginum og segja mér að þeir væru að spá í að skipta um þjálfara.“ „Með því að bíða fram á föstudag þá rýrir það möguleikana mína á atvinnutilboðum. Það er það sem ég er óánægður með,“ sagði Heimir Guðjónsson. Viðtalið í heildina má heyra hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Jón Rúnar: Heimir jafnmikið stórmenni í þessu og hann hefur verið stórmenni í þessi sautján ár Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, ræddi við Vísi um þá ákvörðun FH að Heimir Guðjónsson myndi láta af störfum sem þjálfari FH-liðsins. Heimir Guðjónsson gerði FH-liðið fimm sinnum að Íslandsmeisturum á tíu árum. 6. október 2017 16:12 Ólafur Páll hættur hjá FH Ólafur Páll Snorrason hefur látið af störfum sem aðstoðarþjálfari FH en Fimleikafélagið tilkynnti þetta nú í morgun. 7. október 2017 13:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Sjá meira
Heimir Guðjónssyni var á dögunum sagt upp störfum hjá FH eftir sautján ára samfellt starf fyrir félagið. „Ég held að allir séu sammála um það að árangurinn var ekki nógu góður í sumar, við vorum góðir í Evrópukeppninni og sáum þar að það eru ákveðnir möguleikar í stöðunni. Það vantar ekki mikið upp á,“ sagði Heimir Guðjónsson í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni í dag. „Í deildinni vantaði allan stöðugleika og það voru ekki margir leikir sem við spiluðum nógu vel. Þetta sumar hefði mátt vera betra, það er ekki spurning.“ FH lenti í þriðja sæti í Pepsi deildinni í sumar, tapaði í bikarúrslitaleiknum gegn ÍBV en náði ágætum árangri í Evrópu þar sem liðið spilaði um sæti í riðlakeppni Meistardeildarinnar og Evrópudeildarinnar. „Bikarúrslitaleikurinn var, að mínu mati var þar betra liðið sem vann, ÍBV. Við komum ekki nógu klárir og ætluðum að koma út og pressa þá. Það er mín skoðun að þegar þú ferð í svona stóra leiki þá er það liðið sem tekur frumkvæðið sem vinnur leikinn,“ sagði Heimir. „Mér fannst menn ætla að komast hjá því að gefa sig 100 prósent inn í þennan leik. Inn í klefa fyrir leikinn, þegar menn komu úr upphitun, þá áttuðum við okkur á því þjálfarateymið að stemmingin var ekki nógu góð.“ „Stórir leikir eru engin nýlunda fyrir leikmenn FH. Leikurinn á móti Braga, það er stærri leikur fyrir klúbbinn, þannig að það getur hafa spilað eitthvað inn í.“ En þrátt fyrir vonbrigðatímabil hafði stjórn FH lýst yfir stuðningi við Heimi. Því kom það eins og þruma úr heiðskýru lofti þegar fréttir bárust á föstudaginn að honum hefði verið sagt upp störfum. „Jón Rúnar hringdi í mig, við hittumst klukkan hálf tvö. Þar nýtti hann sér ákvæði í samningnum, þar var uppsagnarákvæði frá 6.-15. október, og hann nýtti sér það.“ „Að vera rekinn, það er alltaf eitthvað sem þú getur átt von á þegar þú ræður þig sem þjálfara í knattspyrnuliðum.“ „Hefði ég viljað halda áfram, já. En þetta var niðurstaðan. Það eina sem ég var ósáttur við er tímasetningin.“ „Auðvitað voru menn byrjaðir að þreyfa fyrir sér með aðra þjálfara, og þá finnst mér að hann hefði átt að tala við mig á mánudeginum og segja mér að þeir væru að spá í að skipta um þjálfara.“ „Með því að bíða fram á föstudag þá rýrir það möguleikana mína á atvinnutilboðum. Það er það sem ég er óánægður með,“ sagði Heimir Guðjónsson. Viðtalið í heildina má heyra hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Jón Rúnar: Heimir jafnmikið stórmenni í þessu og hann hefur verið stórmenni í þessi sautján ár Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, ræddi við Vísi um þá ákvörðun FH að Heimir Guðjónsson myndi láta af störfum sem þjálfari FH-liðsins. Heimir Guðjónsson gerði FH-liðið fimm sinnum að Íslandsmeisturum á tíu árum. 6. október 2017 16:12 Ólafur Páll hættur hjá FH Ólafur Páll Snorrason hefur látið af störfum sem aðstoðarþjálfari FH en Fimleikafélagið tilkynnti þetta nú í morgun. 7. október 2017 13:00 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Sjá meira
Jón Rúnar: Heimir jafnmikið stórmenni í þessu og hann hefur verið stórmenni í þessi sautján ár Jón Rúnar Halldórsson, formaður Knattspyrnudeildar FH, ræddi við Vísi um þá ákvörðun FH að Heimir Guðjónsson myndi láta af störfum sem þjálfari FH-liðsins. Heimir Guðjónsson gerði FH-liðið fimm sinnum að Íslandsmeisturum á tíu árum. 6. október 2017 16:12
Ólafur Páll hættur hjá FH Ólafur Páll Snorrason hefur látið af störfum sem aðstoðarþjálfari FH en Fimleikafélagið tilkynnti þetta nú í morgun. 7. október 2017 13:00