Enski boltinn

Sergio Aguero vikum á undan áætlun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sergio Aguero
Sergio Aguero Vísir/Getty

Sergio Aguero, framherji Manchester City, getur ekki hjálpað löndum sínum í argentínska landsliðinu að tryggja sér sæti á HM í Rússlandi í kvöld en hann gæti hjálpað liði City fyrr en áður var talið.

Sergio Aguero er farinn að æfa aftur aðeins ellefu dögum eftir að hann meiddist í bílslysi í Amsterdam. Aguero fékk högg á rifbeinin í árekstrinum og það var búist við því að hann yrði frá í nokkrar vikur.  Hann er því vikum á undan áætlun í endurhæfingunni.

Kappinn mætti kokhraustur á æfingu hjá Manchester City í dag og mun eyða næstum dögum að koma sér aftur í sitt besta form. Sky Sports segir frá.Aguero vantar nú aðeins eitt mark í viðbót til að jafna markamet Manchester City en Eric Brook skoraði á sínum tíma 177 mörk fyrir félagið.

Manchester City er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og mæta Stoke á laugardaginn.

Sergio Aguero hefur skorað sex mörk í sex leikjum í ensku úrvalsdeildinni til þessa á tímabilinu en liðið vann 1-0 útisigur á Chelsea í fyrsta leiknum eftir bílslysið.

Aguero var farþegi í leigubíl á leið út á flugvöll þegar bílinn endaði á staur. Hann var í Amsterdam að horfa á tónleika hjá kólumbísku poppstjörnunni Maluma sem bauð honum sérstaklega til Hollands.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.