Enski boltinn

Sergio Aguero vikum á undan áætlun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sergio Aguero
Sergio Aguero Vísir/Getty
Sergio Aguero, framherji Manchester City, getur ekki hjálpað löndum sínum í argentínska landsliðinu að tryggja sér sæti á HM í Rússlandi í kvöld en hann gæti hjálpað liði City fyrr en áður var talið.

Sergio Aguero er farinn að æfa aftur aðeins ellefu dögum eftir að hann meiddist í bílslysi í Amsterdam. Aguero fékk högg á rifbeinin í árekstrinum og það var búist við því að hann yrði frá í nokkrar vikur.  Hann er því vikum á undan áætlun í endurhæfingunni.

Kappinn mætti kokhraustur á æfingu hjá Manchester City í dag og mun eyða næstum dögum að koma sér aftur í sitt besta form. Sky Sports segir frá.





Aguero vantar nú aðeins eitt mark í viðbót til að jafna markamet Manchester City en Eric Brook skoraði á sínum tíma 177 mörk fyrir félagið.

Manchester City er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og mæta Stoke á laugardaginn.

Sergio Aguero hefur skorað sex mörk í sex leikjum í ensku úrvalsdeildinni til þessa á tímabilinu en liðið vann 1-0 útisigur á Chelsea í fyrsta leiknum eftir bílslysið.

Aguero var farþegi í leigubíl á leið út á flugvöll þegar bílinn endaði á staur. Hann var í Amsterdam að horfa á tónleika hjá kólumbísku poppstjörnunni Maluma sem bauð honum sérstaklega til Hollands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×