Handbolti

Íslendingarnir skoruðu sjö mörk framhjá landa sínum í markinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Guðmundsson, Arnar Freyr Arnarsson og Gunnar Steinn Jónsson.
Ólafur Guðmundsson, Arnar Freyr Arnarsson og Gunnar Steinn Jónsson. Vísir/Anton
Kristianstad komst aftur á toppinn í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta eftir sex marka útsigur á Ricoh í slag tveggja Íslendingaliða í kvöld.

Kristianstad vann leikinn á endanum 26-20 eftir að hafa verið 15-13 yfir í hálfleik.  

Kristianstad hefur unnið 6 af 7 fyrstu leikjum tímabilsins og er með eins stigs forskot á Redbergslid á toppi sænsku deildarinnar.

Ricoh er aftur á móti stigalaust í næstneðsta sæti deildarinnar en liðið hefur tapað öllum sjö leikjum sínum á tímabilinu.  

Íslendingarnir þrír í liði Kristianstad skoruðu saman sjö mörk í kvöld en landi þeirra Daníel Freyr Andrésson stóð í marki Ricoh.

Ólafur Guðmundsson var markahæstur með 4 mörk úr 5 skotum og gaf 3 stoðsendingar að auki.

Arnar Freyr Arnarsson skoraði 2 mörk og Gunnar Steinn Jónsson var með eitt mark og tvær stoðsendingar.

Daníel Freyr varði aðeins 2 af 21 skoti sem á hann honum en það er 9 prósent markvarsla. Hann fann sig því engan veginn í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×