Ekki sjálfgefið að Kári fari aftur í Hauka Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. október 2017 07:00 Kári er hér í leik með Haukum gegn Tindastóli. Stóra spurningin er hvort hann fer aftur í rauða búninginn. Vísir/Anton „Ég kom heim nógu snemma til þess að sjá landsleikinn í sjónvarpinu ansi spenntur,“ segir hinn skemmtilegi körfuboltamaður Kári Jónsson sem mjög óvænt kom heim til Íslands á mánudag. Það sem meira er þá er hann kominn til þess að vera. Eftir að hafa slegið í gegn í Domino’s-deildinni með Haukum þá fór Kári í víking er hann samdi við Drexel-háskólann í Bandaríkjunum sumarið 2016. Nú rúmu ári síðar er Kári kominn aftur heim og á klárlega eftir að setja mikinn lit á deildina hér heima. En með hvaða liði?Sé til hvað er í boði „Planið er að spila körfubolta hér heima og ég er bara að skoða mín mál. Ég er enn að klára mín mál úti og svo fer ég að taka stöðuna á því hvar ég spila hér heima,“ segir Kári en uppeldisfélag hans, Haukar, vill eðlilega fá sinn mann heim en það er ekkert sjálfgefið að hann fari aftur í Haukana. „Það verður að koma í ljós hvað ég geri þegar ég sé hvað er í boði. Auðvitað eru Haukar líklegir samt og koma sterklega til greina. Ég mun samt skoða hvað býðst en ég er ekkert byrjaður á því af neinu viti. Það vita ekki margir að ég er kominn heim og því hef ég ekki heyrt í mörgum.“Haukar - Tindastóll körfubolti úrslitakeppni domino´s deild karla karfan undanúrslitÞarf að finna gleðina aftur Kári segir það ekki koma til greina að snúa aftur til Drexel þar sem honum leið ekki nægilega vel. „Ég ætla að einbeita mér að því að finna gleðina aftur hér heima í vetur og ef eitthvað gerist síðan eftir það þá mun ég skoða það. Núna snýst þetta um að spila körfubolta og finna gleðina á ný,“ segir Kári, en af hverju tapaði hann gleðinni í skólanum úti? „Mér leið ekki vel þarna lengur og var hættur að hafa gaman af boltanum. Það var fátt sem mér fannst skemmtilegt þarna. Ef maður nýtur sín ekki vel þá er engin ástæða til að vera þar lengur. Ég var mikið einn og lítið að tengja. Þetta var samt auðvitað erfið ákvörðun og líka erfitt að gefa svona tækifæri frá sér. Þetta var samt það besta fyrir mig sjálfan á þessum tímapunkti en þetta hafði sinn aðdraganda. Maður vaknar ekki einn morguninn og fer bara heim. Ég reyndi margt, gekk ekki upp og því kom ég heim.“ Dominos-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sport Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
„Ég kom heim nógu snemma til þess að sjá landsleikinn í sjónvarpinu ansi spenntur,“ segir hinn skemmtilegi körfuboltamaður Kári Jónsson sem mjög óvænt kom heim til Íslands á mánudag. Það sem meira er þá er hann kominn til þess að vera. Eftir að hafa slegið í gegn í Domino’s-deildinni með Haukum þá fór Kári í víking er hann samdi við Drexel-háskólann í Bandaríkjunum sumarið 2016. Nú rúmu ári síðar er Kári kominn aftur heim og á klárlega eftir að setja mikinn lit á deildina hér heima. En með hvaða liði?Sé til hvað er í boði „Planið er að spila körfubolta hér heima og ég er bara að skoða mín mál. Ég er enn að klára mín mál úti og svo fer ég að taka stöðuna á því hvar ég spila hér heima,“ segir Kári en uppeldisfélag hans, Haukar, vill eðlilega fá sinn mann heim en það er ekkert sjálfgefið að hann fari aftur í Haukana. „Það verður að koma í ljós hvað ég geri þegar ég sé hvað er í boði. Auðvitað eru Haukar líklegir samt og koma sterklega til greina. Ég mun samt skoða hvað býðst en ég er ekkert byrjaður á því af neinu viti. Það vita ekki margir að ég er kominn heim og því hef ég ekki heyrt í mörgum.“Haukar - Tindastóll körfubolti úrslitakeppni domino´s deild karla karfan undanúrslitÞarf að finna gleðina aftur Kári segir það ekki koma til greina að snúa aftur til Drexel þar sem honum leið ekki nægilega vel. „Ég ætla að einbeita mér að því að finna gleðina aftur hér heima í vetur og ef eitthvað gerist síðan eftir það þá mun ég skoða það. Núna snýst þetta um að spila körfubolta og finna gleðina á ný,“ segir Kári, en af hverju tapaði hann gleðinni í skólanum úti? „Mér leið ekki vel þarna lengur og var hættur að hafa gaman af boltanum. Það var fátt sem mér fannst skemmtilegt þarna. Ef maður nýtur sín ekki vel þá er engin ástæða til að vera þar lengur. Ég var mikið einn og lítið að tengja. Þetta var samt auðvitað erfið ákvörðun og líka erfitt að gefa svona tækifæri frá sér. Þetta var samt það besta fyrir mig sjálfan á þessum tímapunkti en þetta hafði sinn aðdraganda. Maður vaknar ekki einn morguninn og fer bara heim. Ég reyndi margt, gekk ekki upp og því kom ég heim.“
Dominos-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sport Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira