Handbolti

Århus jafnaði toppliðin að stigum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ómar Ingi skoraði tvö mörk og gaf tvær stoðsendingar.
Ómar Ingi skoraði tvö mörk og gaf tvær stoðsendingar. Vísir/Eyþór
Íslendingaliðið Århus jafnaði Bjerringbro/Silkeborg og Skjern að stigum á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta með sigri á Ribe-Esbjerg, 24-26, á útivelli í kvöld.

Århus hefur byrjað tímabilið af miklum krafti og unnið fimm af fyrstu sjö leikjum sínum.

Íslendingarnir í liði Århus höfðu nokkuð hægt um sig í markaskorun í kvöld. Ómar Ingi Magnússon og Sigvaldi Guðjónsson skoruðu tvö mörk hvor og Róbert Gunnarsson skoraði eitt mark. Ómar Ingi gaf einnig tvær stoðsendingar.

Vignir Svavarsson skoraði fjögur mörk úr jafnmörgum skotum þegar Team Tvis Holstebro laut í lægra haldi fyrir Mors-Thy, 20-19, á útivelli.

Holstebro er í 7. sæti deildarinnar með sjö stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×