Handbolti

Ragnheiður skoraði 15 mörk á Selfossi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ragnheiður var í stuði gegn Selfossi.
Ragnheiður var í stuði gegn Selfossi. vísir/eyþór

Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði 15 mörk þegar Fram vann öruggan sigur á Selfossi, 23-34, í Olís-deild kvenna í kvöld.

Með sigrinum fór Fram upp í 2. sæti deildarinnar. Íslandsmeistararnir eru með sex stig, einu stigi minna en topplið Vals. Selfoss er hins vegar í 5. sæti deildarinnar með fjögur stig.

Eftir jafnar upphafsmínútur náði Fram yfirhöndinni um miðjan fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 13-18, Fram í vil, og í seinni hálfleik jókst munurinn bara. Á endanum munaði 11 mörkum á liðunum, 23-34.

Ragnheiður skoraði sem áður sagði 15 mörk fyrir Fram. Þórey Rósa Stefánsdóttir kom næst með sjö mörk.

Hulda Dís Þrastardóttir var markahæst í liði Selfoss með sex mörk.

Mörk Selfoss:
Hulda Dís Þrastardóttir, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 4/1, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 3, Arna Kristín Einarsdóttir 3, Perla Ruth Albertsdóttir 3, Katla María Magnúsdóttir 2, Elva Rún Óskarsdóttir 1, Karla Björg Ómarsdóttir 1.

Mörk Fram:
Ragnheiður Júlíusdóttir 15/4, Þórey Rósa Stefánsdóttir 7, Elísabet Gunnarsdóttir 3, Marthe Sördal 1, Hildur Þorgeirsdóttir 2, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 2, Arna Þyrí Ólafsdóttir 1, Lena Margrét Valdimarsdóttir 1.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.