Vinnubrögðin á Alþingi ekki fólkinu að kenna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. október 2017 16:15 Helgi Hrafn Gunnarsson, oddviti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, sat fyrir svörum í Kosningaspjalli Vísis. Vísir/Stefán Þegar aðalatriðið í stjórnmálum snýst um hvort ríkisstjórn standi eða falli er ekki verið að ræða þau málefni sem skipta þjóðina máli. Þetta snýst þó ekki um hvaða fólk situr á Alþingi, þetta er eðli stofnunarinnar að mati Helga Hrafns Gunnarssonar Pírata. Helgi Hrafn sat fyrir svörum í Kosningaspjalli Vísis en hann er oddviti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður. Honum hefur verið tíðrætt um vinnubrögðin á Alþingi. Traust á Alþingi er í lágmarki samkvæmt könnunum Gallup og hefur Helgi sagt að á Alþingi líðist hegðun sem myndi aldrei líðast á öðrum vinnustöðum. En hver er ástæðan? „Þetta er ekki fólkið. Þetta er eðli stofnunarinnar, kannski að hluta til eðli fyrirbærisins. Þetta er eðli þess að við erum að takast á um raunverulegan ágreining. Stjórnmálamenn eiga að vinna saman þegar það er flötur fyrir samstarfi en þegar þeir eru ósammála í grundvallaratriðum takast þeir á. Úr þessu verður menning þar sem mjög stutt er í alla óheilbrigða hegðun, alls konar eineltishegðun og leiðindi,“ segir Helgi Hrafn. Helgi Hrafn segir þó að Alþingi verði aldrei venjulegur vinnustaður og mikilvægt sé að hætta að reyna að ímynda sér að með rétta fólkinu lagist vinnubrögðin á Alþingi. Setja þurfi reglur sem hafi þetta eðli Alþingis til hliðsjónar til þess að taka á þessum vanda. „Ég myndi fyrst og fremst vilja laga þetta með því að gera samband ríkisstjórnarinnar og Alþingis heilbrigðara, það væri fyrsta skrefið,“ segir Helgi sem telur að flestir þingmenn myndi sér málefnalega skoðun á þeim málum sem komi til kasta Alþingis en þegar greidd eru atkvæði fylgja þau yfirleitt línum eftir því hver er í ríkisstjórn og hver er í stjórnarandstöðu.„Þegar það er aðalatriðið í stjórnmálum þá erum við ekki að tala um málefnin sem skipta þjóðinni máli. Það er vandamálið.“„Elliíbúðir“ fyrir leigjendur Húsnæðisvandi ungs fólks hefur verið í brennidepli undanfarna mánuði en erfitt getur reynst fyrir ungt fólk að kaupa sér fasteign á sama tíma og húsnæðisverð fer hækkandi. Helgi Hrafn var spurður um stefnu Pírata í húsnæðismálum og segir hann að stefna Pírata sé að gera stórátök í byggingu íbúða sem hugsaðar séu til langtíma leigu, eyrnamerktar leigjendum á sama hátt og íbúðir sem séu sérstaklega ætlaðar fyrir þá sem náð hafa ákveðnum aldri. „Þetta er gert með íbúðir fyrir aldraða, það eru kvaðir á þeim sem segja að það megi bara selja þær öldruðum. Það þýðir að verðið á þessum íbúðum er ónæmt fyrir umframeftispurn á markaði eins og ferðaþjónustu, airbnb og því. Þú myndar ákveðna vernd fyrir þann hóp með því að gera þetta.“ Þetta muni leiða til þess að leigjendum séu tryggðar öruggar íbúðir og að þeir fái skjól fyrir ákveðnum markaðsþáttum sem geri stöðu leigjenda ótrygga í dag.„Það verður meiri samkeppni á leikumarkaði sem þýðir að leigan lækkar. Það ætti þá að gera það að verkum að fólk gæti sparað sér fyrir íbúðum.“Sjá má þáttinn í heild sinni hér fyrir ofan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Kosningaspjall Vísis: Frambjóðendur svara spurningum lesenda í beinni útsendingu Kosningaspjall Vísis hefst næstkomandi mánudag, 9. október, en í þættinum koma fulltrúar þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis í kosningunum þann 28. október og svara spurningum lesenda og áhorfenda Vísis. 5. október 2017 14:15 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Sjá meira
Þegar aðalatriðið í stjórnmálum snýst um hvort ríkisstjórn standi eða falli er ekki verið að ræða þau málefni sem skipta þjóðina máli. Þetta snýst þó ekki um hvaða fólk situr á Alþingi, þetta er eðli stofnunarinnar að mati Helga Hrafns Gunnarssonar Pírata. Helgi Hrafn sat fyrir svörum í Kosningaspjalli Vísis en hann er oddviti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður. Honum hefur verið tíðrætt um vinnubrögðin á Alþingi. Traust á Alþingi er í lágmarki samkvæmt könnunum Gallup og hefur Helgi sagt að á Alþingi líðist hegðun sem myndi aldrei líðast á öðrum vinnustöðum. En hver er ástæðan? „Þetta er ekki fólkið. Þetta er eðli stofnunarinnar, kannski að hluta til eðli fyrirbærisins. Þetta er eðli þess að við erum að takast á um raunverulegan ágreining. Stjórnmálamenn eiga að vinna saman þegar það er flötur fyrir samstarfi en þegar þeir eru ósammála í grundvallaratriðum takast þeir á. Úr þessu verður menning þar sem mjög stutt er í alla óheilbrigða hegðun, alls konar eineltishegðun og leiðindi,“ segir Helgi Hrafn. Helgi Hrafn segir þó að Alþingi verði aldrei venjulegur vinnustaður og mikilvægt sé að hætta að reyna að ímynda sér að með rétta fólkinu lagist vinnubrögðin á Alþingi. Setja þurfi reglur sem hafi þetta eðli Alþingis til hliðsjónar til þess að taka á þessum vanda. „Ég myndi fyrst og fremst vilja laga þetta með því að gera samband ríkisstjórnarinnar og Alþingis heilbrigðara, það væri fyrsta skrefið,“ segir Helgi sem telur að flestir þingmenn myndi sér málefnalega skoðun á þeim málum sem komi til kasta Alþingis en þegar greidd eru atkvæði fylgja þau yfirleitt línum eftir því hver er í ríkisstjórn og hver er í stjórnarandstöðu.„Þegar það er aðalatriðið í stjórnmálum þá erum við ekki að tala um málefnin sem skipta þjóðinni máli. Það er vandamálið.“„Elliíbúðir“ fyrir leigjendur Húsnæðisvandi ungs fólks hefur verið í brennidepli undanfarna mánuði en erfitt getur reynst fyrir ungt fólk að kaupa sér fasteign á sama tíma og húsnæðisverð fer hækkandi. Helgi Hrafn var spurður um stefnu Pírata í húsnæðismálum og segir hann að stefna Pírata sé að gera stórátök í byggingu íbúða sem hugsaðar séu til langtíma leigu, eyrnamerktar leigjendum á sama hátt og íbúðir sem séu sérstaklega ætlaðar fyrir þá sem náð hafa ákveðnum aldri. „Þetta er gert með íbúðir fyrir aldraða, það eru kvaðir á þeim sem segja að það megi bara selja þær öldruðum. Það þýðir að verðið á þessum íbúðum er ónæmt fyrir umframeftispurn á markaði eins og ferðaþjónustu, airbnb og því. Þú myndar ákveðna vernd fyrir þann hóp með því að gera þetta.“ Þetta muni leiða til þess að leigjendum séu tryggðar öruggar íbúðir og að þeir fái skjól fyrir ákveðnum markaðsþáttum sem geri stöðu leigjenda ótrygga í dag.„Það verður meiri samkeppni á leikumarkaði sem þýðir að leigan lækkar. Það ætti þá að gera það að verkum að fólk gæti sparað sér fyrir íbúðum.“Sjá má þáttinn í heild sinni hér fyrir ofan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Kosningaspjall Vísis: Frambjóðendur svara spurningum lesenda í beinni útsendingu Kosningaspjall Vísis hefst næstkomandi mánudag, 9. október, en í þættinum koma fulltrúar þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis í kosningunum þann 28. október og svara spurningum lesenda og áhorfenda Vísis. 5. október 2017 14:15 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Sjá meira
Kosningaspjall Vísis: Frambjóðendur svara spurningum lesenda í beinni útsendingu Kosningaspjall Vísis hefst næstkomandi mánudag, 9. október, en í þættinum koma fulltrúar þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis í kosningunum þann 28. október og svara spurningum lesenda og áhorfenda Vísis. 5. október 2017 14:15