Grunur um falsaðar undirskriftir hjá fleiri flokkum Hersir Aron Ólafsson skrifar 14. október 2017 19:30 Íslenska þjóðfylkingin virðist ekki vera eina framboðið sem skilaði inn framboðslistum með röngum undirskriftum fyrir komandi þingkosningar, en samkvæmt heimildum fréttastofu voru forsvarsmenn minnst tveggja flokka í viðbót kallaðir á fund kjörstjórna vegna falsaðra undirskrifta. Formenn yfirkjörstjórna bæði í Suðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmi norður staðfestu í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að grunur léki á um að framboðslistar fleiri flokka innihéldu slíkar undirskriftir, en vildu ekki gefa upp um hvaða flokka væri að ræða. Þeir flokkar hafi hins vegar náð tilskyldum lágmarksfjölda undirskrifta utan þessara tilvika og listarnir því gildir. Líkt og fram hefur komið dró Íslenska þjóðfylkingin framboðslista sína til baka í öllum kjördæmum í dag. Fréttastofa náði engu sambandi við forsvarsmenn eða frambjóðendur flokksins í dag og á kosningaskrifstofunni við Dalshraun í Hafnarfirði var allt lokað og læst. Jón Þór Ólason, lektor í refsirétti, segir að ef nöfn á framboðslistum séu fölsuð sé þar um skýrt skjalafalsbrot að ræða, en slík brot geta samkvæmt lögum varðað allt að átta ára fangelsi. Jón Þór segir ekki skipta máli í þessu samhengi þó listarnir hafi verið dregnir til baka. Hann segir hins vegar að sönnunarbyrði í slíkum málum sé oft erfið, enda sé það ekki svo að forsvarsmaður viðkomandi stjórnmálaflokks beri sjálfkrafa ábyrgð á brotinu, heldur einfaldlega sá sem framkvæmdi fölsunina með eigin hendi. Kosningar 2017 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Fleiri fréttir Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Sjá meira
Íslenska þjóðfylkingin virðist ekki vera eina framboðið sem skilaði inn framboðslistum með röngum undirskriftum fyrir komandi þingkosningar, en samkvæmt heimildum fréttastofu voru forsvarsmenn minnst tveggja flokka í viðbót kallaðir á fund kjörstjórna vegna falsaðra undirskrifta. Formenn yfirkjörstjórna bæði í Suðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmi norður staðfestu í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að grunur léki á um að framboðslistar fleiri flokka innihéldu slíkar undirskriftir, en vildu ekki gefa upp um hvaða flokka væri að ræða. Þeir flokkar hafi hins vegar náð tilskyldum lágmarksfjölda undirskrifta utan þessara tilvika og listarnir því gildir. Líkt og fram hefur komið dró Íslenska þjóðfylkingin framboðslista sína til baka í öllum kjördæmum í dag. Fréttastofa náði engu sambandi við forsvarsmenn eða frambjóðendur flokksins í dag og á kosningaskrifstofunni við Dalshraun í Hafnarfirði var allt lokað og læst. Jón Þór Ólason, lektor í refsirétti, segir að ef nöfn á framboðslistum séu fölsuð sé þar um skýrt skjalafalsbrot að ræða, en slík brot geta samkvæmt lögum varðað allt að átta ára fangelsi. Jón Þór segir ekki skipta máli í þessu samhengi þó listarnir hafi verið dregnir til baka. Hann segir hins vegar að sönnunarbyrði í slíkum málum sé oft erfið, enda sé það ekki svo að forsvarsmaður viðkomandi stjórnmálaflokks beri sjálfkrafa ábyrgð á brotinu, heldur einfaldlega sá sem framkvæmdi fölsunina með eigin hendi.
Kosningar 2017 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Fleiri fréttir Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Sjá meira