Erlent

Ekkert lát á skógareldunum í Kaliforníu

Atli Ísleifsson skrifar
Eldarnir eru þeir mannskæðustu í sögu ríkisins, þar sem rúmlega 100 þúsund manns hafa flúið heimili sín og heilu hverfin orðið eldunum að bráð.
Eldarnir eru þeir mannskæðustu í sögu ríkisins, þar sem rúmlega 100 þúsund manns hafa flúið heimili sín og heilu hverfin orðið eldunum að bráð. Vísir/afp
Fjörutíu manns eru nú látnir og hundruða enn saknað vegna skógareldanna sem geisað hafa í norðurhluta Kaliforníu síðustu daga. Ekkert lát virðist vera á eldunum og hefur ríkisstjórinn Jerry Brown sagt eldana einhverju mestu hörmungar sem íbúar ríkisins hafi staðið frammi fyrir.

Eldarnir hafa eyðilagt gríðarstór landsvæði og þúsundir heimila og berjast rúmlega tíu þúsund slökkviliðsmenn reyna nú að ná tökum á þeim sextán skógareldum sem enn loga.

Miklir vindar og úrkomuleysi hafa leitt til að eldarnir hafi náð til nýrra bæja og hafa íbúar þeirra neyðst til að flýja.

Ástandið er einna verst í borginni Santa Rosa í vínhéraðinu Sonoma þar sem þrjú þúsund manns var gert að yfirgefa heimili sín í gær. „Eyðileggingin er ótrúleg,“ sagði ríkisstjórinn Brown þegar hann heimsótti borgina. „Hryllingurinn er slíkur að enginn gæti gert sér hann í hugarlund.“

Eldarnir eru þeir mannskæðustu í sögu ríkisins, þar sem rúmlega 100 þúsund manns hafa flúið heimili sín og heilu hverfin orðið eldunum að bráð.

Að minnsta kosti þrettán vínekrur í Napa Valley hafa eyðilagst í eldunum og segir eigandi framleiðslu í Santa Rosa að vín að verðmæti margra milljóna dala hafi eyðilagst.

Að neðan má sjá frétt ABC um málið.


Tengdar fréttir

Fangaði umfang eyðileggingarinnar í Kaliforníu á myndband

Ljósmyndari myndaði borgina Santa Rosa sem hefur orðið verulega illa út, en hann notaði drónann til að fylgja eftir póstburðarmanni sem var enn að bera út póstinn í hverfinu þrátt fyrir að fá hús stæðu eftir.

„Þetta var eins og heimsendir"

Íslensk kona og fjölskylda hennar þyrfti að yfirgefa heimili sitt í Kaliforníu í miklu flýti vegna skógareldanna




Fleiri fréttir

Sjá meira


×