Fyrirhuguð uppbygging skaðar mælingar Veðurstofunnar Kjartan Kjartansson skrifar 18. október 2017 09:00 Veðurathuganir hafa verið gerðar á sama reit við Veðurstofuna frá árinu 1973. Nú stendur til að færa mælana og raska mæliröðinni þar. Þórður Arason/Veðurstofan Óhjákvæmilegt er að langtímaathuganir Veðurstofu Íslands í Reykjavík raskist með íbúðabyggð sem borgin hyggst skipuleggja við höfuðstöðvar hennar. Forstjóri Veðurstofunnar segir uppbygginguna raska mælingunum en mótvægisaðgerðir sem borgaryfirvöld hafi boðað eigi að tryggja viðunandi framhald á þeim. Reykjavíkurborg og fjármálaráðuneytið hafa gert drög að samkomulagi um að ríkið afhendi borginni hluta af lóð Veðurstofunnar í Öskjuhlíð. Í frétt Morgunblaðsins um helgina kom fram að borgin hygðist skipuleggja íbúðabyggð á svæðinu. Veðurstofan á ekki aðild að samkomulaginu, að sögn Árna Snorrasonar, forstjóra hennar. Uppbyggingin þýðir að flytja þarf mæla Veðurstofunnar sem hafa verið staðsettir austan við höfuðstöðvar hennar við Bústaðarveg 9 síðustu áratugina. Sérfræðingar stofnunarinnar hafa varað við að það slíti langtímamæliröð sem nær tæplega hálfa öld aftur í tímann. „Flutningarnir koma óhjákvæmilega niður á langtímamælingum. Það er í raun og veru óskiljanlegt hvað menn hafa almennt lítinn skilning á þessu. Það má hins vegar segja að Veðurstofunni sé þarna dálítið stillt upp við vegg,“ segir Trausti Jónsson, veðurfræðingur.Rýfur samfellu mælinganna Langtímaveðurfarsmælingar eru sérstaklega viðkvæmar fyrir hvers kyns breytingum. Þannig getur það haft áhrif á niðurstöður að mála skýli utan um mæla eða opna það á öðrum tíma dags en vanalega, eins og Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofunni, sagði Vísi í júní. Þannig veldur flutningur veðurstöðvar rofi í mæliröð hennar sem leiðrétta verður fyrir eftir á. Áður en veðurstöðin við Veðurstofuna komst á núverandi stað fyrir 45 árum var mæliröðin í Reykjavík brotakennd. Leiðréttingar fyrir rofunum á henni hafa jafnvel komist í erlenda fjölmiðla þegar afneitarar loftslagsvísinda hafa reynt að gera hitamælingar tortryggilegar. Trausti segir að samfelldar langtímamælingar séu nauðsynlegar til að hægt sé að fylgjast með veðurfarsbreytingum sem ganga oftast hægt fyrir sig. Það á meðal annars við um þær loftslagsbreytingar sem nú eiga sér stað af völdum manna. „Það er mjög óheppilegt að rjúfa svona raðir vegna þess að það það rof getur valdið breytingum sem er voðalega erfitt að greina frá hægfara, langvarandi veðurfarsbreytingum,“ segir hann við Vísi.Trausti Jónsson, veðurfræðingur, hefur sérstaklega áhyggjur af samfellu úrkomumælinga í Reykjavík við flutning veðurmæla.VísirFá tvö ár í samanburðarmælingar Reykjavíkurborg hefur lofað því að standa straum af kostnaði við að færa mæla Veðurstofunnar vestar á lóðinni og um leið við að setja upp net veðurmælistöðva í borginni. Trausti segist hafa trú á að hægt verði að halda utan um mælingar á hita með þessum hætti en hann óttast hins vegar áhrifin á úrkomumælingar sem séu viðkvæmari fyrir breytingum. Trausti leggur áherslu á að Veðurstofan fái tíma til að gera samanburðarmælingar á gamla staðnum og þeim nýja til að varðveita mæliröðina betur. Gangi hliðarráðstafanir borgarinnar eftir ætti það að vera hægt, að minnsta kosti hvað hitamælingarnar varðar. Unnið er út frá því að Veðurstofan fái tvö ár til að gera samanburðarmælingar, að sögn Árna forstjóra. Það sé lágmarkstími að mati sérfræðinga Veðurstofunnar. Það fari þó eftir því hvaða veðurþætti eigi að mæla. „Með þessum hugmyndum um að byggja upp net mæla í Reykjavík telja sérfræðingar að við getum fengið viðunandi framhald á þessum veðurfarsmælingum,“ segir hann en viðurkennir að erfitt verði að ná samfellu í sumar mælingar.Árni segir að Veðurstofan hafi gert borginni grein fyrir skoðunum sínum á flutningi veðurmælanna.Veðurstofa ÍslandsGera sér grein fyrir nauðsyn málamiðlana Þó að Veðurstofan eigi ekki aðild að samkomulagi ríkis og borgar segir Árni að fulltrúar hennar hafi setið fundi með borginni og komið sjónarmiðum sínum á framfæri. Þrátt fyrir röskunina á mæliröðinni segir Árni að Veðurstofan geri sér grein fyrir að finna þurfi málamiðlanir. Framtíðarsýn Veðurstofunnar sé að starfsemi hennar verði byggð upp við Bústarðarveg 7 í kringum gamla Landsnetshúsið sem hún fékk til afnota fyrir nokkrum árum. Þangað verði mælarnir fluttir. Árni telur það verða mikinn ávinning fyrir Veðurstofuna ef ríki og borg ná sátt um að byggja framtíðarhúsnæði fyrir hana þar. „Til þess má einhverju fórna sem þyrfti kannski að fórna hvort sem er,“ segir Árni sem telur þó miður að mæliröðinni verði raskað. Trausti viðurkennir fúslega að óraunhæft sé að ætla að halda öllu óbreyttu endalaust. Engu að síður telur hann flutning mælanna óheppilegan. „Þetta er svona eitt af því sem er verið að gera sem manni finnst vera óþarfi,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Byggingaráform ógna langtímamælingum Veðurstofunnar Sérfræðingur á Veðurstofu Íslands varar við "skemmdarverkum“ á langtímamæliröð í Reykjavík verði umrædd byggingaráform að veruleika á lóð Veðurstofunnar á næstu tveimur árum. 4. júní 2017 16:00 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Sjá meira
Óhjákvæmilegt er að langtímaathuganir Veðurstofu Íslands í Reykjavík raskist með íbúðabyggð sem borgin hyggst skipuleggja við höfuðstöðvar hennar. Forstjóri Veðurstofunnar segir uppbygginguna raska mælingunum en mótvægisaðgerðir sem borgaryfirvöld hafi boðað eigi að tryggja viðunandi framhald á þeim. Reykjavíkurborg og fjármálaráðuneytið hafa gert drög að samkomulagi um að ríkið afhendi borginni hluta af lóð Veðurstofunnar í Öskjuhlíð. Í frétt Morgunblaðsins um helgina kom fram að borgin hygðist skipuleggja íbúðabyggð á svæðinu. Veðurstofan á ekki aðild að samkomulaginu, að sögn Árna Snorrasonar, forstjóra hennar. Uppbyggingin þýðir að flytja þarf mæla Veðurstofunnar sem hafa verið staðsettir austan við höfuðstöðvar hennar við Bústaðarveg 9 síðustu áratugina. Sérfræðingar stofnunarinnar hafa varað við að það slíti langtímamæliröð sem nær tæplega hálfa öld aftur í tímann. „Flutningarnir koma óhjákvæmilega niður á langtímamælingum. Það er í raun og veru óskiljanlegt hvað menn hafa almennt lítinn skilning á þessu. Það má hins vegar segja að Veðurstofunni sé þarna dálítið stillt upp við vegg,“ segir Trausti Jónsson, veðurfræðingur.Rýfur samfellu mælinganna Langtímaveðurfarsmælingar eru sérstaklega viðkvæmar fyrir hvers kyns breytingum. Þannig getur það haft áhrif á niðurstöður að mála skýli utan um mæla eða opna það á öðrum tíma dags en vanalega, eins og Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofunni, sagði Vísi í júní. Þannig veldur flutningur veðurstöðvar rofi í mæliröð hennar sem leiðrétta verður fyrir eftir á. Áður en veðurstöðin við Veðurstofuna komst á núverandi stað fyrir 45 árum var mæliröðin í Reykjavík brotakennd. Leiðréttingar fyrir rofunum á henni hafa jafnvel komist í erlenda fjölmiðla þegar afneitarar loftslagsvísinda hafa reynt að gera hitamælingar tortryggilegar. Trausti segir að samfelldar langtímamælingar séu nauðsynlegar til að hægt sé að fylgjast með veðurfarsbreytingum sem ganga oftast hægt fyrir sig. Það á meðal annars við um þær loftslagsbreytingar sem nú eiga sér stað af völdum manna. „Það er mjög óheppilegt að rjúfa svona raðir vegna þess að það það rof getur valdið breytingum sem er voðalega erfitt að greina frá hægfara, langvarandi veðurfarsbreytingum,“ segir hann við Vísi.Trausti Jónsson, veðurfræðingur, hefur sérstaklega áhyggjur af samfellu úrkomumælinga í Reykjavík við flutning veðurmæla.VísirFá tvö ár í samanburðarmælingar Reykjavíkurborg hefur lofað því að standa straum af kostnaði við að færa mæla Veðurstofunnar vestar á lóðinni og um leið við að setja upp net veðurmælistöðva í borginni. Trausti segist hafa trú á að hægt verði að halda utan um mælingar á hita með þessum hætti en hann óttast hins vegar áhrifin á úrkomumælingar sem séu viðkvæmari fyrir breytingum. Trausti leggur áherslu á að Veðurstofan fái tíma til að gera samanburðarmælingar á gamla staðnum og þeim nýja til að varðveita mæliröðina betur. Gangi hliðarráðstafanir borgarinnar eftir ætti það að vera hægt, að minnsta kosti hvað hitamælingarnar varðar. Unnið er út frá því að Veðurstofan fái tvö ár til að gera samanburðarmælingar, að sögn Árna forstjóra. Það sé lágmarkstími að mati sérfræðinga Veðurstofunnar. Það fari þó eftir því hvaða veðurþætti eigi að mæla. „Með þessum hugmyndum um að byggja upp net mæla í Reykjavík telja sérfræðingar að við getum fengið viðunandi framhald á þessum veðurfarsmælingum,“ segir hann en viðurkennir að erfitt verði að ná samfellu í sumar mælingar.Árni segir að Veðurstofan hafi gert borginni grein fyrir skoðunum sínum á flutningi veðurmælanna.Veðurstofa ÍslandsGera sér grein fyrir nauðsyn málamiðlana Þó að Veðurstofan eigi ekki aðild að samkomulagi ríkis og borgar segir Árni að fulltrúar hennar hafi setið fundi með borginni og komið sjónarmiðum sínum á framfæri. Þrátt fyrir röskunina á mæliröðinni segir Árni að Veðurstofan geri sér grein fyrir að finna þurfi málamiðlanir. Framtíðarsýn Veðurstofunnar sé að starfsemi hennar verði byggð upp við Bústarðarveg 7 í kringum gamla Landsnetshúsið sem hún fékk til afnota fyrir nokkrum árum. Þangað verði mælarnir fluttir. Árni telur það verða mikinn ávinning fyrir Veðurstofuna ef ríki og borg ná sátt um að byggja framtíðarhúsnæði fyrir hana þar. „Til þess má einhverju fórna sem þyrfti kannski að fórna hvort sem er,“ segir Árni sem telur þó miður að mæliröðinni verði raskað. Trausti viðurkennir fúslega að óraunhæft sé að ætla að halda öllu óbreyttu endalaust. Engu að síður telur hann flutning mælanna óheppilegan. „Þetta er svona eitt af því sem er verið að gera sem manni finnst vera óþarfi,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Byggingaráform ógna langtímamælingum Veðurstofunnar Sérfræðingur á Veðurstofu Íslands varar við "skemmdarverkum“ á langtímamæliröð í Reykjavík verði umrædd byggingaráform að veruleika á lóð Veðurstofunnar á næstu tveimur árum. 4. júní 2017 16:00 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Sjá meira
Byggingaráform ógna langtímamælingum Veðurstofunnar Sérfræðingur á Veðurstofu Íslands varar við "skemmdarverkum“ á langtímamæliröð í Reykjavík verði umrædd byggingaráform að veruleika á lóð Veðurstofunnar á næstu tveimur árum. 4. júní 2017 16:00