Handbolti

FH-ingar drógust gegn Slóvakíumeisturunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ágúst Birgisson og félagar fá verðugt verkefni í 3. umferð EHF-bikarsins.
Ágúst Birgisson og félagar fá verðugt verkefni í 3. umferð EHF-bikarsins. vísir/eyþór
FH mætir Tatran Presov frá Slóvakíu í 3. umferð EHF-bikarsins í handbolta.

Þetta er með þeim fyrirvara að úrslitin í einvígi FH og St. Petursburg í 2. umferðinni standi. FH-ingar tryggðu sér sæti í 3. umferðinni þrátt fyrir 37-33 tap í seinni leiknum á sunnudaginn.

Rússarnir kærðu framkvæmd leiksins en óvíst hver niðurstaða þessa máls verður.

Tatran Presov er besta liðið í Slóvakíu og hefur orðið meistari þar í landi undanfarin 11 ár.

Tatran Presov mætti Fram í 2. umferð EHF-bikarsins árið 2009 og fór örugglega áfram, 65-40 samanlagt.

Bjarki Már Elísson og félagar í Füchse Berlin, sem komust alla leið í úrslit EHF-bikarsins á síðasta tímabili, drógust gegn Porto.

Team Tvis Holstebro, sem Vignir Svavarsson leikur með, mætir Azoty-Pulawy frá Póllandi.

Allar viðureignirnar í 3. umferðinni má sjá hér að neðan. Sigurvegararnir komast í riðlakeppni EHF-bikarsins.


Tengdar fréttir

Mótherjar FH búnir að kæra leikinn

St. Petursburg hefur kært framkvæmd leiks liðsins gegn FH í 2. umferð EHF-bikarsins í gær til evrópska handknattleikssambandsins.

FH áfram þrátt fyrir tap í Rússlandi

FH er komið áfram í þriðju umferð undankeppni EHF keppninnar í handbolta þrátt fyrir 37-33 tap gegn St Petersburg í framlengdum leik í Rússlandi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×