Erlent

Eiga yfir höfði sér dauðadóm

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Kim Jong-nam árið 2007.
Kim Jong-nam árið 2007. Vísir/AFP
Konurnar tvær sem grunaður eru um að hafa myrt Kim Jong-nam, hálfbróður leiðtoga Norður-Kóreu, lýstu yfir sakleysi sínu við upphaf réttarhaldanna gegn þeim í Malasíu nú í morgun.

Tvær konur réðust á Jong-nam á alþjóðaflugvellinum í Kuala Lumpur í Malasíu í febrúar síðastliðnum og mátti sjá á upptökum úr öryggismyndavélum hvernig þær báru klút að vitum hans.

Talið er að í klútnum hafi verið baneitrað taugagas sem dró Jong-nam til dauða skömmu síðar.

Sjá einnig: Uppreisnargjarni glaumgosinn Kim Jong-nam

Konurnar tvær, hin víetnamska Dong Thi Huong og indónesíska Siti Aisyah, hafa neitað sök allt frá upphafi. Þær segjast hafa verið plataðar til verksins af útsendurunum Norður-Kóreu sem töldu þeim trú um að um sjónvarpshrekk væri að ræða.

Stjórnvöld í Pjongjang hafa neitað allri aðkomu að málinu en malasíska lögreglan fullyrðir að fjórir Norður-Kóreumenn, sem talið er að séu njósnarar, hafi flúið landið sama dag og morðið var framið.

Verði konurnar fundnar sekar gætu þær átt yfir höfði sér dauðadóm. Talið er að verjendur kvennanna muni leggja áherslu á að hinir seku séu fyrrnefndir fulltrúar norður-kóreskra stjórnvalda.


Tengdar fréttir

Uppreisnargjarni glaumgosinn Kim Jong-nam

Kim Jong-nam var vafalaust ætlað leiðtogahlutverki í Norður-Kóreu. Hann var hins vegar ráðinn af dögum af útsendurum Norður-Kóreustjórnar fyrr í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×