Lífið

Stjörnurnar birta vandræðalegar myndir frá táningsárunum

Birgir Olgeirsson skrifar
Leikkonan Reese Witherspoon á sínum yngri árum.
Leikkonan Reese Witherspoon á sínum yngri árum. Instagram
Grínistarnir Stephen Colbert og Nick Kroll hófu átak í þætti þess fyrrnefnda í gærkvöldi til styrktar björgunarstarfi í Puerto Rico. Gengur átakið undir heitinu #PuberMe en í hvert sinn sem einhver stjarna póstar vandræðalegri mynd af sér frá unglingsárunum gefur styrktarsjóður ColbertsAmeriCone Dream Fund, eitt þúsund dollara til styrktar málefninu, eða um 106 þúsund íslenskar krónur miðað við gengi dagsins í dag.

Allur sá peningur sem safnast fer til One America Appeal, sem fimm fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna stofnuðu. 

Í kjölfarið hafa fjöldi mynda verið birtar á Instagram og Twitter og má sjá nokkrar af þeim bestu hér fyrir neðan. 

Hér má sjá innslagið úr þættinum

Stephen Colbert

John Oliver

Samantha Bee

Amy Schumer

Ryan Secrest

Kristen Bell

Reese Witherspoon

Lena Dunham

Seth Rogen

Nick Kroll

Joseph Gordon-Levitt


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×