Enski boltinn

Eiður kíkti í heimsókn til Mourinhos | Myndir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eiður Smári og José Mourinho á æfingu Chelsea árið 2005.
Eiður Smári og José Mourinho á æfingu Chelsea árið 2005. vísir/getty
Eiður Smári Guðjohnsen birti skemmtilegar myndir af sér með José Mourinho, knattspyrnustjóra Manchester United, á Instagram í dag. Þeir félagar hittust á Carrington, æfingasvæði United.

Eiður hefur verið á ferð og flugi undanfarna daga og heimsótt nokkur af þeim félögum sem hann lék með á sínum langa og farsæla ferli.

Eiður spilaði aldrei með Manchester United en lék hins vegar undir stjórn Mourinhos hjá Chelsea á árunum 2004-06.

Á þeim tíma varð Chelsea tvívegis Englandsmeistari og einu sinni deildabikarmeistari. Þá komst liðið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu 2005.

Eiður skoraði fyrsta mark Chelsea undir stjórn Mourinhos í ensku úrvalsdeildinni. Hann tryggði liðinu þá 0-1 sigur á United á Stamford Bridge haustið 2004.

Myndirnar af Eiði og Mourinho má sjá hér að neðan.

Great catching up with this man @josemourinho #thespecialone #memories

A post shared by Eidur Gudjohnsen (@eidurgudjohnsen) on


Tengdar fréttir

Eiður Smári hættur

Eiður Smári Guðjohnsen hefur spilað sinn síðasta keppnisleik á fótboltaferlinum. Þetta kemur fram í viðtalsþættinum 1 á 1 með Gumma Ben sem er á dagskrá Stöðvar 2 Sport í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×