Ný könnun fréttastofu: Björt og Viðreisn myndu hverfa af þingi Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. október 2017 02:30 Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, við undirritun stjórnarsáttmála í janúar síðastliðnum. Vísir/Ernir Vinstrihreyfingin –grænt framboð yrði langstærsti flokkurinn á Alþingi ef kosið yrði nú, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Vinstri græn fengju tæplega 29 prósent atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn yrði næststærsti flokkurinn með rúmlega 22 prósent. Píratar og Samfylkingin yrðu nánast jafnstór, Píratar fengju rúmlega 11 prósent en Samfylkingin fengi tæplega 11 prósent. Þá fengi Miðflokkurinn tæplega 9 prósenta fylgi. Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins væru svo álíka stórir með tæplega 6 prósenta fylgi. Viðreisn fengi 3 prósent og Björt framtíð rétt innan við 3 prósent. Í könnuninni var fólk spurt hvaða flokk það kaus í síðustu kosningum. Vísbendingar eru um að stór hluti þeirra sem kusu Bjarta framtíð í síðustu kosningum hyggist kjósa Samfylkinguna núna. Ef þetta yrði niðurstaðan yrðu sjö flokkar með kjörna menn á Alþingi að loknum kosningum. Eina mögulega tveggja flokka stjórnin yrði mynduð af Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokknum. Björt framtíð og Viðreisn fengju ekki kjörna þingmenn, Vinstri græn fengju tuttugu þingmenn, Sjálfstæðisflokkurinn fimmtán, Píratar fengju átta þingmenn, Samfylkingin sjö og Miðflokkurinn sex þingmenn. Þá fengi Flokkur fólksins fjóra þingmenn og Framsóknarflokkurinn þrjá. Hringt var í 1.354 manns þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki 2. og 3. október. Svarhlutfallið var því 59,1 prósent og tók 62,1 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Um 9 prósent sögðust ekki kjósa eða ætla að skila auðu, 11 prósent sögðust vera óákveðin og tæplega 18 prósent svöruðu ekki spurningunni. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Vinstrihreyfingin –grænt framboð yrði langstærsti flokkurinn á Alþingi ef kosið yrði nú, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Vinstri græn fengju tæplega 29 prósent atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn yrði næststærsti flokkurinn með rúmlega 22 prósent. Píratar og Samfylkingin yrðu nánast jafnstór, Píratar fengju rúmlega 11 prósent en Samfylkingin fengi tæplega 11 prósent. Þá fengi Miðflokkurinn tæplega 9 prósenta fylgi. Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins væru svo álíka stórir með tæplega 6 prósenta fylgi. Viðreisn fengi 3 prósent og Björt framtíð rétt innan við 3 prósent. Í könnuninni var fólk spurt hvaða flokk það kaus í síðustu kosningum. Vísbendingar eru um að stór hluti þeirra sem kusu Bjarta framtíð í síðustu kosningum hyggist kjósa Samfylkinguna núna. Ef þetta yrði niðurstaðan yrðu sjö flokkar með kjörna menn á Alþingi að loknum kosningum. Eina mögulega tveggja flokka stjórnin yrði mynduð af Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokknum. Björt framtíð og Viðreisn fengju ekki kjörna þingmenn, Vinstri græn fengju tuttugu þingmenn, Sjálfstæðisflokkurinn fimmtán, Píratar fengju átta þingmenn, Samfylkingin sjö og Miðflokkurinn sex þingmenn. Þá fengi Flokkur fólksins fjóra þingmenn og Framsóknarflokkurinn þrjá. Hringt var í 1.354 manns þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki 2. og 3. október. Svarhlutfallið var því 59,1 prósent og tók 62,1 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Um 9 prósent sögðust ekki kjósa eða ætla að skila auðu, 11 prósent sögðust vera óákveðin og tæplega 18 prósent svöruðu ekki spurningunni.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent