Erlent

Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands sakaður um að hafa nauðgað 11 ára dreng

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sir Edward Heath lést árið 2005.
Sir Edward Heath lést árið 2005. vísir/getty
Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, Sir Edward Heath, hefði verið kallaður til yfirheyrslu hjá lögreglu vegna ásakana um hann hafi nauðgað ungum dreng og áreitt aðra pilta kynferðislega. Heath var forsætissráðherra fyrir Íhaldsflokkinn á árunum 1970 til 1974.

Þetta er niðurstaða rannsóknar Wiltshire-lögreglunnar sem tók tvö ár en Heath dó árið 2005. Hann er engu að síður sakaður um að hafa nauðgað 11 ára gömlum dreng og að hafa áreitt annars vegar 10 ára gamlan dreng og hins vegar 15 ára gamlan drengi kynferðislega.

Þá er hann einnig sakaður um að hafa áreitt pilt sem var eldri en 16 ára. Sagt er að borgað hafi verið á einhvern hátt fyrir að minnsta kosti tvö hinna meintu brota, þar á meðal nauðgunina.

Þegar skýrslan var kynnt lagði lögreglan áherslu á að með henni væri hvorki verið að dæma Heath sekan né saklausan. Rannsakendur ræddu við fjölmarga undanfarin ár vegna ásakananna og söfnuðu vitnisburðum. Fyrir það máttu þeir þola mikla gagnrýni pólitískum samherjum Heath og vinum hans.

Lögreglan sagði að ásakanir um 42 brot hefðu komið frá samtals 40 einstaklingum frá árinu 1956 til 1992. Þar af hefðu 19 ásakanir ekki verið þess eðlis að það hefði verið spurt út í þær. Þá voru þrjú tilfelli þar sem lögreglan telur að vitni hafi haft rangt fyrir sér þegar þau nefndu Heath sem gerandann.

Eins og áður segir hafa vinir Heath gagnrýnt rannsóknina harkalega. Tveir þeirra sögðu í sameiginilegri yfirlýsingu að rannsóknin væri algjörlega ófullnægjandi þar sem hún réttlætti hvorki ásakanirnar né hrakti þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×