Lífið

Stuðmenn blása til balls á Bryggjunni

Stefán Þór Hjartarson skrifar
Einhvernveginn svona verður stemmingin vafalaust á Bryggjunni.
Einhvernveginn svona verður stemmingin vafalaust á Bryggjunni. Vísir/GVA
Októberfest hátíðinni hefur verið fagnað víða upp á síðkastið og er Bryggjan Brugghús ekki undanskilin. Nú um helgina klárast veislan og af því tilefni verður í dag, laugardag, slegið upp balli með sjálfum Stuðmönnum.

Það er alveg gefið að það verður mikið stuð og að sveitin dúndri í nokkur af ódauðlegum lögum sínum sem fyrir löngu síðan hafa sannað gildi sitt á mörg hundruð böllum víðsvegar um landið og þótt víðar væri leitað.

Stuðmenn stefna á útgáfu nýrrar plötu í október og það gerir þetta ball að sama skapi nokkuð forvitnilegt því að það eru allar líkur á því að þar fái að hljóma eitthvað af þessu spánnýja efni. Í sumar var lagið Vor nokkuð vinsælt. Í því söng Dísa og það rauk á topp vinsældarlistanna.

Hinn bandaríski upptökustjóri, útsetjari og trompetleikari Printz Board hefur verið að fikta í tökkunum við upptökur nýju plötunnar og er afar líklegt að hann muni stíga á svið á Bryggjunni og blása nokkra tóna á trompetið.

Miðaverð á ballið er 2.900 krónur fyrir þá sem ætla sér að borða á staðnum en annars er verðið 3.500 krónur á tix.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×