Erlent

Hillary ræddi kosningarnar og Rússland við Stephen Colbert

Samúel Karl Ólason skrifar
Hillary Rodham Clinton.
Hillary Rodham Clinton. Vísir/AFP
Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, var gestur þáttastjórnandans Stephen Colbert í gærkvöldi. Þar fór hún um víðan völl og ræddi kosningarnar sem hún tapaði og aðkomu Rússlands að kosningunum.

Clinton mætti í þáttinn til að kynna bók sína „Hvað gerðist?“. Hún ræddi þó einnig hugarástand sitt þegar í ljós kom að hún tapaði og hvað Vladimir Putin, forseti Rússlands, ætlar sér varðandi Bandaríkin.

Hún segir Rússum hafa tekist að hafa áhrif á kosningarnar og að ef þeir séu ekki stöðvaðir muni þeir halda áfram. Þá segir hún einnig frá því að Putin stundi „manspreading“ af miklum ákafa.

Viðtal Stephen Colbert við Hillary Clinton má sjá hér að neðan. Það er í tveimur hlutum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×