Enski boltinn

Telegraph: Hvaða einkunn fá kaupin hans Klopps?

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jürgen Klopp reyndi að bera sig vel eftir tapið fyrir Leicester City í deildabikarnum í gær.
Jürgen Klopp reyndi að bera sig vel eftir tapið fyrir Leicester City í deildabikarnum í gær. vísir/getty
Jürgen Klopp hefur nú stýrt Liverpool í rétt tæplega tvö ár.

Á þessum tíma hefur Klopp keypt nokkra leikmenn sem hafa reynst misvel eins og gengur og gerist.

Chris Bascombe, blaðamaður The Telegraph, tók sig til og gaf öllum kaupum Klopps hjá Liverpool einkunn frá einum og upp í tíu.

Sadio Mané, sem Liverpool keypti frá Southampton í fyrra, eru bestu kaupin í stjóratíð Klopps að mati Bascombe.

Hér fyrir neðan má sjá hvaða einkunn öll kaup Klopps fengu.

Kaup Klopps:

Marko Grujic 6

Sadio Mané 9

Joël Matip 7

Loris Karius 6

Ragnar Klavan 6

Alex Manninger 5

Georginio Wijnaldum 7

Dominic Solanke 7

Mohamed Salah 8

Andrew Robertson 7

Alex Oxlade-Chamberlain 6


Tengdar fréttir

Púðurskotavika hjá Liverpool

Liverpool féll í gær úr enska deildabikarnum eftir 2-0 tap á móti Leicester City. Það vantaði þó ekki lofandi sóknir og færi hjá Liverpool-mönnum eins og í leikjunum á undan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×