Handbolti

Egill á leið í Stjörnuna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Egill í leiknum fræga gegn Val þar sem hann skoraði 17 mörk.
Egill í leiknum fræga gegn Val þar sem hann skoraði 17 mörk. vísir/ernir
Samkvæmt heimildum Vísis er Egill Magnússon á leið heim í Stjörnuna. Honum er ætlað að fylla skarðið sem Ólafur Gústafsson skildi eftir sig.

Egill, sem er 21 árs, sló í gegn með Stjörnunni tímabilið 2014-15 þar sem hann skoraði m.a. 17 mörk í leik gegn Val. Eftir tímabilið fór Egill til danska úrvalsdeildarliðsins Team Tvis Holstebro.

Meiðsli gerðu Agli erfitt fyrir og hann lék lítið með Holstebro. Hann freistar þess nú að komast aftur á beinu brautina með Stjörnunni.

Egill, sem er rétthent skytta, var í lykilhlutverki í íslenska U-19 ára liðinu sem vann til bronsverðlauna á HM í Rússlandi 2015.

Vonir standa til að Egill verði kominn með leikheimild í tæka tíð fyrir leikinn gegn Aftureldingu á sunnudaginn.

Stjarnan situr í 4. sæti Olís-deildarinnar með þrjú stig eftir tvær umferðir.


Tengdar fréttir

Ólafur til Kolding

Ólafur Gústafsson er á förum til danska liðsins KIF Kolding Köbenhavn frá Stjörnunni samkvæmt heimildum íþróttadeildar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×