Innlent

Hætta á að saurgerlamengun fari yfir viðmiðunarmörk í sjónum við Kjalarnes

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Kort sem sýnir svæðið á Kjalarnesi þar sem framkvæmdirnar fara fram.
Kort sem sýnir svæðið á Kjalarnesi þar sem framkvæmdirnar fara fram. reykjavíkurborg
Veitur vinna nú að gangsetningu og prófunum á skólphreinsistöðinni á Kjalarnesi en vegna framkvæmdanna getur verið nauðsynlegt að losa skóp um yfirföll í sjó.

Því er hætta á að saurgerlamengun í sjó fari yfir viðmiðunarmörk meðan á vinnunni stendur og fyrst eftir að henn lýkur. Reiknað er með því að verkið geti tekið allt að tíu daga.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að heilbrigðiseftirlitið ráði fólki frá því að stunda sjósund eða aðra útivist næstu daga vegna vinnu við stöðina. Þá muni Veitur setja upp viðvörunarskilti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×