Langflestir dómarar í landinu skipaðir af Sjálfstæðismönnum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. september 2017 07:00 Ögmundur Jónasson skipaði flesta sitjandi dómara Hæstaréttar. Dómarar mega sitja til sjötugs í Hæstarétti en ráðherra er heimilt að veita þeim lausn við 65 ára aldur. Sjálfstæðismenn hafa skipað þrjá af hverjum fjórum dómurum sem sæti eiga við íslenska dómstóla, að sérdómstólum undanskildum. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins skipuðu 30 af 42 héraðsdómurum, alla fimmtán dómara Landsréttar og þrjá af átta dómurum Hæstaréttar. Þetta háa hlutfall dómaraskipana Sjálfstæðismanna skýrist af því að flokkurinn hefur stýrt ráðuneyti dómsmála nær sleitulaust frá lokum níunda áratugar síðustu aldar. Einu frávikin frá yfirstjórn flokksins á málaflokknum á þessu tímabili eru ráðherratíð Ögmundar Jónassonar og Rögnu Árnadóttur á árunum 2009 til 2013. Ögmundur sat ekki aðgerðarlaus í sinni ráðherratíð og skipaði fimm af þeim átta dómurum sem sitja í Hæstarétti. Þrír ráðherrar hafa setið í ráðuneyti dómsmála frá því Ögmundur lét af embætti; Hanna Birna Kristjánsdóttir, Ólöf Nordal og Sigríður Andersen. Aðeins einn Hæstaréttardómari hefur verið skipaður á þessum tíma; Karl Axelsson, sem skipaður var af Ólöfu Nordal.Vegna mikils álags í kjölfar hrunsins var dómurum fjölgað tímabundið, sem skýrir fjölda þeirra dómara sem skipaðir voru í stuttri ráðherratíð Rögnu Árnadóttur. Fréttablaðið/Anton BrinkMeð nýjum lögum um dómstóla var dómurum í Hæstarétti fækkað úr tíu í sjö. Dómarar í Hæstarétti eru æviráðnir og fækkun dómara niður í sjö mun því gerast þannig að ekki verður skipaður dómari í Hæstarétt fyrr en réttum fjölda verður náð. Dómararnir eru átta í dag og því verður ekki skipað í stað þess sem næstur hverfur á braut úr réttinum, heldur þess sem yfirgefur dóminn þar á eftir. Hæstaréttardómurum hefur fækkað um þrjá í þessum mánuði. Eiríki Tómassyni var veitt lausn frá embætti fyrsta þessa mánaðar en hann er orðinn 67 ára gamall. Páll Hreinsson staðfesti við Vísi í vikunni að hann snúi ekki aftur í Hæstarétt en hann hefur verið í leyfi frá árinu 2011 vegna starfa sinna við EFTA-dómstólinn. Þá lét Ingveldur Einarsdóttir af störfum síðastliðinn föstudag en hún var settur Hæstaréttardómari með tímabundna ráðningu. Hún hefur nú verið skipuð dómari í Landsrétti. Átta héraðsdómarar verða skipaðir á næstunni í stað þeirra dómara sem flytjast upp í Landsrétt. Ástráður Haraldsson er meðal umsækjenda um eitt þessara embætta og vegna málaferla Ástráðs um skipun dómara í Landsrétt, ákvað Sigríður Andersen dómsmálaráðherra að víkja sæti og mun ekki skipa í umræddar dómarastöður. „Telur hún að fyrir hendi séu aðstæður sem séu til þess fallnar að umsækjendur dragi óhlutlægni hennar í efa,“ segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins sem birt var í vikunni. Forsætisráðherra mun því ákveða hvaða ráðherra verður falið að skipa þessa átta dómara, ef til þess kemur áður en ný ríkisstjórn verður skipuð. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Sjá meira
Sjálfstæðismenn hafa skipað þrjá af hverjum fjórum dómurum sem sæti eiga við íslenska dómstóla, að sérdómstólum undanskildum. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins skipuðu 30 af 42 héraðsdómurum, alla fimmtán dómara Landsréttar og þrjá af átta dómurum Hæstaréttar. Þetta háa hlutfall dómaraskipana Sjálfstæðismanna skýrist af því að flokkurinn hefur stýrt ráðuneyti dómsmála nær sleitulaust frá lokum níunda áratugar síðustu aldar. Einu frávikin frá yfirstjórn flokksins á málaflokknum á þessu tímabili eru ráðherratíð Ögmundar Jónassonar og Rögnu Árnadóttur á árunum 2009 til 2013. Ögmundur sat ekki aðgerðarlaus í sinni ráðherratíð og skipaði fimm af þeim átta dómurum sem sitja í Hæstarétti. Þrír ráðherrar hafa setið í ráðuneyti dómsmála frá því Ögmundur lét af embætti; Hanna Birna Kristjánsdóttir, Ólöf Nordal og Sigríður Andersen. Aðeins einn Hæstaréttardómari hefur verið skipaður á þessum tíma; Karl Axelsson, sem skipaður var af Ólöfu Nordal.Vegna mikils álags í kjölfar hrunsins var dómurum fjölgað tímabundið, sem skýrir fjölda þeirra dómara sem skipaðir voru í stuttri ráðherratíð Rögnu Árnadóttur. Fréttablaðið/Anton BrinkMeð nýjum lögum um dómstóla var dómurum í Hæstarétti fækkað úr tíu í sjö. Dómarar í Hæstarétti eru æviráðnir og fækkun dómara niður í sjö mun því gerast þannig að ekki verður skipaður dómari í Hæstarétt fyrr en réttum fjölda verður náð. Dómararnir eru átta í dag og því verður ekki skipað í stað þess sem næstur hverfur á braut úr réttinum, heldur þess sem yfirgefur dóminn þar á eftir. Hæstaréttardómurum hefur fækkað um þrjá í þessum mánuði. Eiríki Tómassyni var veitt lausn frá embætti fyrsta þessa mánaðar en hann er orðinn 67 ára gamall. Páll Hreinsson staðfesti við Vísi í vikunni að hann snúi ekki aftur í Hæstarétt en hann hefur verið í leyfi frá árinu 2011 vegna starfa sinna við EFTA-dómstólinn. Þá lét Ingveldur Einarsdóttir af störfum síðastliðinn föstudag en hún var settur Hæstaréttardómari með tímabundna ráðningu. Hún hefur nú verið skipuð dómari í Landsrétti. Átta héraðsdómarar verða skipaðir á næstunni í stað þeirra dómara sem flytjast upp í Landsrétt. Ástráður Haraldsson er meðal umsækjenda um eitt þessara embætta og vegna málaferla Ástráðs um skipun dómara í Landsrétt, ákvað Sigríður Andersen dómsmálaráðherra að víkja sæti og mun ekki skipa í umræddar dómarastöður. „Telur hún að fyrir hendi séu aðstæður sem séu til þess fallnar að umsækjendur dragi óhlutlægni hennar í efa,“ segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins sem birt var í vikunni. Forsætisráðherra mun því ákveða hvaða ráðherra verður falið að skipa þessa átta dómara, ef til þess kemur áður en ný ríkisstjórn verður skipuð.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Sjá meira