Erlent

Sat fastur í helli í þrjá daga

Anton Egilsson skrifar
Drengurinn sleikti raka af veggjum hellisins til að bjarga sér frá ofþornun.
Drengurinn sleikti raka af veggjum hellisins til að bjarga sér frá ofþornun. Vísir/AFP
Nítján ára háskólanemi  sat fastur í helli í þrjá daga. Var hann staddur í hellinum ásamt hópi samnemanda sinna er hann varð viðskila við hópinn. BBC greinir frá.

Drengurinn var staddur í hellinum ásamt samnemendum sínum í í Indiana University þegar hann varð viðskila við hópinn sem fór án hans. Þegar hann ætlaði að komast leiðar sinnar út hafði inngangi hellisins verið lokað.

„Ég var virkilega hræddur og ringlaður. Það tók mig smá tíma að ná tökum á tilfinningum mínum og greina stöðuna á skynsaman hátt svo ég gæti komið upp með áætlun til að lifa veruna af,“ sagði drengurinn um veru sína í hellinum. 

Til að bjarga líkama sínum frá ofþornun sleikti hann raka af veggjum hellisins. Hann hafi þó verið undirbúinn undir það versta og var búinn að skrifa ástvinum sínum kveðjuskilaboð á símann sinn.

Eftir að hafa kallað eftir hjálp í þrjá daga barst björgunin loksins en þá hafi forsprakki hellaleiðangursins fyrst áttað sig á því að drengurinn væri týndur.

„Mikið er gott að vera kominn aftur á yfirborðið,“ sagði drengurinn eftir að hafa losnað úr prísundinni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×