Enski boltinn

Liverpool með sigur á Leicester í æsispennandi leik

Dagur Lárusson skrifar
Úr leik kvöldsins.
Úr leik kvöldsins. Vísir/getty
Leicester City og Liverpool mættust í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en liðin mættust einnig í deildarinarbikarnum í vikunni en þar fór Leicester með sigur af hólmi.

Það voru gestirnir frá Liverpool sem að byrjuðu leikinn mun betur og komust þeir yfir á 15. mínútu með marki frá Mohamed Salah en það var Coutinho sem að lagði upp markið með frábærri fyrirgjöf.

sjö mínútum seinna fengu Liverpool aukaspurnu rétt fyrir utan teig Leicester og upp steig Coutinho og smurði hann boltann laglega framhjá Schmeichel í markinu í hægra hornið.

Allt stefndi í það að Liverpool færu með þægilega 2-0 forystu í hlé en þá gerði Simon Mignolet sig sekan um mistök í marki Liverpool sem gerði það að verkum að Shinji Okazaki minnkaði muninn og var staðan því 2-1 í leikhlé.

Leicester mættu öflugir til leiks í seinni hálfleikinn og sóttu mikið en náðu ekki að skora framan að og eftir eina af mörgum sóknum þeirra barst boltinn til Sturridge, sem að kom inná sem varamaður, sem að nýtti sér hlaup Jordan Henderson sem að skoraði og kom Liverpool yfir 3-1.

Liverpool var þó ekki lengi með tveggja marka forystu því nánast í næstu sókn minnkaði Jamie Vardy muninn og stefndi allt í spennandi lokamínútur.

Leicester fengu vítaspyrnu á 73. mínútu eftir að Mignolet braut á Jamie Vardy. Vardy steig á punktinn en brenndi af og var þetta það síðasta markverða sem að gerðist í leiknum og því fór Liverpool með sigur af hólmi.

Eftir leikinn er Liverpool komið í 11 stig í 5.sæti.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×