Enski boltinn

Barry leikjahæstur frá upphafi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Barry hefur skorað 52 mörk í deildarleikjunum 633.
Barry hefur skorað 52 mörk í deildarleikjunum 633. mynd/Twittersíða Everton
Gareth Barry varð í kvöld leikjahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi.

Barry bar fyrirliðabandið í leik Arsenal og West Bromwich Albion í 6. umferð ensku úrvalsdeildarinnar, og var það 633. leikur Barry í deildinni.

Metið var áður í höndum Ryan Giggs, fyrrum leikmanns Manchester Untied, en hann lék 632 deildarleiki fyrir United.

Barry hefur leikið með fjórum félögum í ensku úrvalsdeildinni. Aston Villa, Manchester City, Everton og nú West Bromwich Albion.

Enski miðjumaðurinn er fæddur árið 1981, sem gerir hann 36 ára gamlan. Hann hóf feril sinn hjá Aston Villa árið 1998 og var þar til 2009. Hann spilaði 365 deildarleiki fyrir Villa og skoraði í þeim 41 mark.

Hann dvaldi hjá Manchester City í fimm ár, síðasta árið var hann á láni hjá Everton. Félagið keypti kappan svo frá City árið 2014.

Í ágúst síðast liðinn yfirgaf Barry svo herbúðir Everton fyrir West Bromwich Albion.



 


Tengdar fréttir

Barry jafnaði leikjamet Giggs

Gareth Barry, leikmaður West Brom, jafnaði leikjamet Ryan Giggs þegar hann spilaði fyrir West Brom gegn West Ham í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×